DDT skordýraeitur (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Saga DDT skordýraeiturs[breyta | breyta frumkóða]

DDT skordýraeitur
Uppruni Neskaupstaður
Tónlistarstefnur Pönk
Ár 2015 –
Meðlimir
Núverandi Arnar Guðmundsson Heiðmann, söngur og gítar

Þorvarður Sigurbjörnsson, söngur og bassi

Pjetur St. Arason, söngur ásamt nokkrum gíturum

Ágúst Ingi Ágústsson, margar trommur

Hljómsveitin DDT skordýraeitur var stofnuð haustið 2015 í Neskaupstað. Hún er afsprengi annarrar hljómsveitar sem hét Doddi og draumaprinsarnir sem var skipuð starfsfólki Verkmenntaskóla Austurlands. Hljómsveitina DDT skordýraeitur stofnuðu framhaldsskólakennararnir Arnar Guðmundsson söngur og gítar, Ágúst Ingi Ágústsson trommur, Pjetur St. Arason gítar og söngur og Þorvarður Sigurbjörnsson bassi og söngur. Sveitin spilar pönkskotið rokk sem oft á tíðum er í þyngri kantinum. Meðlimir sveitarinnar stofnuðu svo félag í kringum sveitina sem hefur það markmið að standa fyrir hátíðum og ýmsum uppákomum. Þetta félag heitir DDT pönkviðburðir og var stofnað í október 2018.

Fyrstu skref DDT skordýraeiturs[breyta | breyta frumkóða]

Þann 1. september er opinber stofndagur DDT skordýraeiturs. Fyrstu vikurnar æfði sveitin í kjallara sem ber heitið Blúskjallarinn. Til að byrja með æfði sveitin nokkur „coverlög“ eftir Fræbbblana, Egó, Q4U og fleiri sveitum en komust fljótlega að því að framtíðin væri að spila sín eigin lög.

Nokkur æfingahúsnæði fyrstu mánuðina[breyta | breyta frumkóða]

Eins og áður hefur komið fram var fyrsta æfingahúsnæðið Blúskjallarinn. Því næst voru teknar nokkrar æfingar í bílskúrnum við Mýrina sem er félagsheimili íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað og fljótlega eftir það var farið í Egilsbúð, nánar tiltekið í Stúkuna en þar fengu hljómsveitir aðstöðu þar sem Blúskjallarinn varð fyrir miklu vatnstjóni og því ónothæfur. Í dag æfir sveitin ýmist í niðurgröfnum frystigámi sem er í eigu Pjeturs eða í bílskúrnum hjá Arnari. Skiptingin hefur verið þannig frá 2017 að á sumrin hefur verið æft í bílskúrnum en á veturna í frystigámnum. Sveitin vonast svo til að komast í varanlegt húsnæði í nýjum Blúskjallara haustið 2019 eða fljótlega eftir áramótin 2019-2020.

Útgáfur og lagasmíð[breyta | breyta frumkóða]

DDT skordýraeitur hefur sent frá sér eina EP plötu, Aleppo sem kom út í 29. desember 2017, rafræn útgáfa kom út á Spotify 22. desember sama ár. Á þeirri plötu voru 5 lög, Tinder, Götubarn, Klæddu þig úr gervi, Bless Aleppo og Svarta ekkjan. Platan var tekin upp í Stúdió Mána í nóvember sama ár og var upptökustjóri Guðjón Birgir Jóhannsson. Platan var gefin út í 50 eintökum. Sveitin hefur samið um 20 lög á þessum árum og nú hyggst hún, haustið 2019 fara í stúdíó og taka upp stóra LP plötu sem mun koma út fyrir jólin 2019. Sú plata verður tekin upp í Stúdíó Síló á Stöðvarfirði og upptökustjóri verður Vinny Vamos frá Írlandi.

Sveitin hefur farið tvisvar sinnum í helgarferð í sumarbústað þar sem áherslan var að æfa og æfa. Fyrst var farið til Stöðvarfjarðar nánar tiltekið á Óseyri helgina 16. – 18. september 2016. Auk þess að æfa gríðalega vel þá samdi sveitinn helling af lögum. Þessi ferð var upphafið að því sem hún er í dag. Tveimur árum síðar eða 14. – 16. september 2018 fór svo sveitin aftur í sumarbústað en núna var haldið til Héraðsins nánar tiltekið á Klaufir. Þar tók sveitin upp demó af lögum sem munu koma út á væntanlegri LP plötu sveitarinnar.

Tónleikar og aðrar framkomur[breyta | breyta frumkóða]

DDT skordýraeitur kemur fyrst fyrir almannasjónir á árshátíð NIVA, nemendafélags Verkmenntaskóla Austurlands föstudaginn 29. apríl, þar spilaði hún þrjú lög við mjög góðar undirtektir nemenda og starfsfólks. DDT hefur spilað á fjölmörgum tónleikum og uppákomum síðan sveitin var stofnuð og er hún tölvert bókuð. Hér fyrir neðan má sjá þær uppákomur og tónleika sem sveitin hefur komið fram á.

Tónleikar, dagsetningar og staðsetningar[breyta | breyta frumkóða]

29.04.16               Árshátíð  NÍVA – Egilsbúð Neskaupstað

08.07.16               Bílskúrinn hjá Steina Árna – Neskaupstað

09.07.16               Afmælisrokk – Bílaplanið hjá Fidda rokk í Neskaupstað

10.12.16               Pönk og piparkökur – Sláturhúsinu Egilsstöðum

18.02.17               Nesrokk – Egilsbúð Neskaupstað

26.02.17               Finnskt/íslenskt pönk ásamt Turpakäräjät frá Finnlandi – Stúkan Egilsbúð Neskaupstað

06.06.17               Bubbaþema – V5 bílskúrspartý Neskaupstað

20.06.17               Eitrað paunk – V5 bílskúrspartý Neskaupstað

06.07.17               Bílskúrinn hjá Steina Árna – Neskaupstað

07.07.17               Eistnaflug Off Venue – Útisvið við Beituskúrinn Neskaupstað

25.07.17               Á gráu svæði – V5 bílskúrspartý Neskaupstað

30.09.17               Beituskúrinn - Neskaupstað

18.11.17               Lokatónleikar – Beituskúrinn Neskaupstað

29.12.17               Útgáfutónleikar – Stúkan Egilsbúð Neskaupstað

23.02.18               Pönkað rokk ásamt – Gaukurinn Reykjavík

05.06.18               Í eitruðum fíling – V5 bílskúrspartý Neskaupstað

11.07.18               Eistnaflug – Íþróttahúsinu Neskaupstað

12.07.18               Bílskúrinn hjá Steina Árna - Neskaupstað

31.07.18               Í síðasta skiptið - V5 bílskúrspartý Neskaupstað

17.11.18               Orientu Im Culus – Egilsbúð Neskaupstað

03.05.19               1. maí tónleikar – Beituskúrinn Neskaupstað

11.06.19               1. útgáfupartýið – V5 bílskúrspartý Neskaupstað

07.07.19               Tónleikar á hjólum – Fjarðabyggð (Fásk, Rey, Esk og Nesk)

11.07.19               Eistnaflugspönk – Stúkan Egilsbúð Neskaupstað

12.07.19 4V í V5 – V5 bílskúrspartý Neskaupstað

30.07.19               V6 í V5 – V5 bílskúrspartý Neskaupstað

14.09.19               Orientu Im Culus – Egilsbúð Neskaupstað (ekki staðfest)

10.10.19               Geðrokk – Græni hatturinn Akureyri

11.10.19               Staður ekki ákveðinn – Sauðárkróki