Fara í innihald

Crêpe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stafl af crêpe-pönnukökum

Crêpe (borið fram [kʁɛp]) er þunn frönsk pönnukaka sem steikt er í pönnu á báðum hliðum. Þær eru seldar í svokölluðu crêperies og með ýmsum áleggjum. Crêpe má bera fram með sætu meðlæti eða söltu, þær eru t.d. oft bornar fram sætar með sultu, rjóma eða crème fraîche, eða með osti, skinku, beikoni, reyktum laxi, o.s.frv.

Crêpe suzette er tegund þar sem deiginu er hellt út í heita pönnu og sykri og konjaki er bætt við. Pönnukakan er síðan „flamberuð“ svo sykurinn karamelliserist að hluta til áður en hún er borin fram á borð.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.