Columbia Pictures

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fyrirsætan Jenny Joseph í merki Columbia Pictures

Columbia Pictures Industries, Inc. (CPII) er bandarískt kvikmyndafyrirtæki og dreifingaraðili. Fyrirtækið er nú dótturfyrirtæki Columbia TriStar Motion Picture Group sem er í eigu Sony Pictures Entertainment, dótturfyrirtæki japanska fyrirtækisins Sony. Það er eitt heimsins helsta kvikmyndagerðafyrirtæki og er eitt þeirra svökölluðu „stóru sex“. Columbia var stofnað sem Cohn-Brandt-Cohn Film Sales árið 1919 af bræðunum Jack og Harry Cohn og honum Joe Brandt. Fyrirtækið gaf út fyrstu kvikmyndina sína ágúst 1922. Frá 1924 gekk það undir nafninu Columbia Pictures. Á þriðja áratugnum stækkaði Columbia mikið að nokkru leyti þökk sé leikstjóranum Frank Capra.

Með Capra og öðrum varð Columbia frægt fyrir „screwball“ gamanmyndir. Síðar á fjórða áratugnum voru Jean Arthur og Cary Grant nokkrar frægustu stjörnurnar hjá Columbiu en á fimmta áratugnum varð Rita Hayworth aðalstjarna fyrirtækisins. Hún hjálpaði talinvert með því að auka velgengni Columbiu síðar á sjötta áratugnum. Rosalind Russell, Glenn Ford og William Holden urðu einnig frægar stjörnur hjá fyrirtækinu.

Árið 1982 keypti Coca-Cola Columbiu og sama ár setti það TriStar Pictures í gang í sameign við HBO og CBS. Fimm árum síðan losnaði Coca-Cola við fyrirtækið sem síðar sameinaðist TriStar til að mynda Columbia Pictures Entertainment. Eftir stutt tímabil sem sjálfstætt fyrirtæki með lítilli fjárfestingu frá Coca-Cola keypti Sony fyrirtækið árið 1989.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.