Fara í innihald

Cary Grant

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cary Grant

Archibald Alexander Leach, betur þekktur sem Cary Grant, (18. janúar 190429. nóvember 1986) var enskur leikari, fæddur í Bristol, sem hélt ungur til Bandaríkjanna og hóf þar feril sem vaudeville-skemmtikraftur og síðan í söngleikjum á Broadway. Hollywood-ferill hans hófst hjá Paramount Pictures 1932 þar sem hann lék í fjölda kvikmynda næstu ár. Í einni af hans fyrstu kvikmyndum lék hann eitt aðalkarlhlutverkið á móti Marlene Dietrich í Móðurást (The Blonde Venus). Eftir nokkrar myndir sem gengu illa fór hann yfir til Columbia Pictures 1936. Þar náði hann hátindi frægðar sinnar í rómantískum gamanmyndum á borð við Hann, hún og leópardinn (Bringing Up Baby - 1938) og Kenjótt kona (The Philadelphia Story - 1940) þar sem hann lék á móti Katharine Hepburn. Árið 1941 lék hann í Illur grunur eftir Alfred Hitchcock, en alls lék hann í fjórum spennumyndum eftir Hitchcock.

Um miðjan 6. áratuginn stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og framleiddi nokkrar kvikmyndir sem Universal dreifði. Hann var þannig með fyrstu Hollywood-stjörnunum sem fór út úr kvikmyndaverunum, sem annars stjórnuðu öllu sem tengdist ferli leikara á þeirra snærum. 1966 dró hann sig í hlé þegar hann eignaðist barn með eiginkonu sinni Dyan Cannon sem var 33 árum yngri en hann. Hann lést úr heilablæðingu.

  Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.