Fara í innihald

Coca-Cola

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Opinbert vörumerki Coca-Cola
Coca-Cola
Átöppun verksmiðju Coca-Cola Kanada Ltd 8. janúar 1941. Montréal, Kanada.

Coca-Cola er kolsýrður gosdrykkur, framleiddur af Coca-Cola fyrirtækinu frá Atlanta í Bandaríkjunum. Drykkurinn er þekktur á íslensku undir nafninu kók, en það er íslenskun á orðinu Coke sem notað er um drykkinn á ensku og er skrásett vörumerki Coca-Cola fyrirtækisins. Kók er ein þekktasta og söluhæsta vörutegund í heiminum.

Þegar það var fundið upp á seinni hluta 19. aldar af lyfjafræðingnum John Pemberton, var það upprunalega ætlað sem undralyf við alls kyns kvillum. Upprunalegi drykkurinn innihélt, eins og margir heilsudrykkir þess tíma, kókaín. Það var keypt af athafnamanninum Asa Griggs Chandler, sem með kænni markaðssetningu leiddi kók til heimsyfirráða á gosdrykkjamarkaðinum á tuttugustu öldinni. Þó að reglulega hafi verið vegið að því, ýmist í formi gagnrýni á heilsuáhrif þess eða ásakanir um misgerðir fyrirtækisins, hefur kók haldið vinsældum sínum sem vinsæll gosdrykkur í mörgum löndum.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Eins lítra kókflöskurnar komu á markað á Íslandi árið 1976. Flaskan kostaði 125 krónur. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kók fyrir 125 kr.!; grein í Vísi 1976
  • „Hver fann upp kók?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er mikill sykur í kóki?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók?“. Vísindavefurinn.
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.