Rauðbroddar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Cladonia macilenta)
Rauðbroddar
Rauðbroddar í Póllandi.
Rauðbroddar í Póllandi.
Ástand stofns

Í útrýmingarhættu Náttúrufræðistofnun Íslands[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Bikarfléttuætt (Cladoniaceae)
Ættkvísl: Bikarfléttur (Cladonia)
Tegund:
Rauðbroddar (Cladonia macilenta)

Tvínefni
Cladonia macilenta
Hoffm.[2]

Rauðbroddar (fræðiheiti: Cladonia macilenta) er tegund fléttna af bikarfléttuætt. Rauðbroddar finnast á Íslandi og eru á válista sem tegund í útrýmingarhættu (EN) hér á landi.[1]

Útlit og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Rauðbroddar mynda hreisturkennt grágrænt þal þar sem hreistrið er 1-3 mm að breidd með skertum jöðrum og hvítt á neðra borði. Upp af hreistrinu vaxa þalgreinar, 1-3,5 cm á hæð, 1-3 mm breiðar, ógreindar eða lítið greindar ofan til. Oddur þalgreinanna er sljór og ber oft rauðar askhirslur á endanum sem hafa kornkennt yfirborð ofan til eða duftkenndar hraufur.[3] Rauðbroddar líkjast skartbikar en greinist frá honum á duftkenndum hraufum ofan til og á því að toppgreinar þalsins eru minna greindar en á skartbikar.[3]

Rauðbroddar vaxa á þúfum í mýrlendi eða kjarrlendi en eru mjög sjaldséðir á Íslandi. Hér þekkjast þeir aðeins á tveimur stöðum, báðir á Vesturlandi.[3]

Verndun[breyta | breyta frumkóða]

Stofnstaða rauðbrodda í heiminum hefur ekki verið metin af náttúruverndarsamtökunum IUCN en á Íslandi eru rauðbroddar á válista sem tegund í útrýmingarhættu (EN).[1] Rauðbroddar eru mög sjaldgæfir á Íslandi og finnast aðeins á Vesturlandi.[3] Í úttekt Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2002 voru rauðbroddar metnir mjög sjaldgæfir og fundnir á aðeins þremur vaxtarstöðum[4] en í seinni úttekt árið 2008 fundust þeir á fjórum stöðum.[5] Þrátt fyrir að vera mjög sjaldgæfir og á válista eru rauðbroddar ófriðaðir.[4][5]

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Rauðbroddar innihalda fléttuefnin barbatinsýru, thamnolinsýru og rhódóphyscin. Þalsvörun rauðbrodda er K+ gul í barkarlagi og miðlagi en holrúm þalgreinanna getur verið K+ vínrautt, C-, KC-, P+ gul.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  2. Hörður Kristinsson & Starri Heiðmarsson (2009). Skrá yfir fléttur á Íslandi. Sótt af vefsvæði Flóru Íslands.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  4. 4,0 4,1 Ólafur Einarsson, Hörður Kristinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson & Jón Gunnar Ottósson (2002). Verndun tegunda og svæða - Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna Náttúruverndaráætlunar 2002. Skýrsla nr. NÍ-02016. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.
  5. 5,0 5,1 María Harðardóttir, Erling Ólafsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Sigmundur Einarsson, Sigurður H. Magnússon, Starri Heiðmarsson & Jón Gunnar Ottósson (2008). Verndun svæða, vistgerða og tegunda - Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna náttúruverndaráætlunar 2009–2013. Skýrsla nr. NÍ-08008. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.