Fara í innihald

Klór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Chloros)
  Flúor  
Brennisteinn Klór Argon
  Bróm  
Efnatákn Cl
Sætistala 17
Efnaflokkur Halógen
Eðlismassi (við 273 K) 3,214 kg/
Harka Óviðeigandi
Atómmassi 35,453 g/mól
Bræðslumark 171,6 K
Suðumark 239,11 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Gas
Lotukerfið

Klór (gríska chloros, sem þýðir „fölgrænn“), er frumefni með efnatáknið Cl og sætistöluna 17 í lotukerfinu. Klórgas er grængult, tveimur og hálfum sinnum þyngra en loft, hefur svo mjög óþægilega, kæfandi lykt og er gríðarlega eitrað. Það er kraftmikið oxunar-, bleiki- og sótthreinsunarefni. Þar sem það er annar helmingur matarsalts og margra annarra efnasambanda er gnægð þess að finna í náttúrunni. Það er einnig nauðsynlegt flestum lífsformum, að mannslíkamanum meðtöldum.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.