Fara í innihald

Chandrika Kumaratunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chandrika Kumaratunga
චන්ද්‍රිකා කුමාරතුංග
Chandrika Kumaratunga árið 2015.
Forseti Srí Lanka
Í embætti
12. nóvember 1994 – 19. nóvember 2005
ForsætisráðherraSirimavo Bandaranaike
Ratnasiri Wickremanayake
Ranil Wickremesinghe
Mahinda Rajapaksa
ForveriDingiri Banda Wijetunga
EftirmaðurMahinda Rajapaksa
Forsætisráðherra Srí Lanka
Í embætti
19. ágúst 1994 – 12. nóvember 1994
ForsetiDingiri Banda Wijetunga
ForveriRanil Wickremesinghe
EftirmaðurSirimavo Bandaranaike
Persónulegar upplýsingar
Fædd29. júní 1945 (1945-06-29) (79 ára)
Kólombó, Ceylon
ÞjóðerniSrílönsk
StjórnmálaflokkurFrelsisflokkurinn
MakiVijaya Kumaranatunga (g. 1978; d. 1988)
TrúarbrögðBúddismi
Börn2
ForeldrarSolomon Bandaranaike og Sirimavo Bandaranaike
HáskóliInstitut d'études politiques de Paris
École pratique des hautes études
Undirskrift

Chandrika Kumaratunga (f. 29. júní 1945) er srílanskur stjórnmálamaður. Hún var forsætisráðherra Srí Lanka árið 1994 og síðan forseti Srí Lanka frá 1994 til 2005. Kumaratunga er dóttir tveggja fyrrum forsætisráðherra Srí Lanka; Solomons og Sirimavo Bandaranaike. Hún er eina konan sem hefur verið forseti landsins og var leiðtogi srílanska Frelsisflokksins frá 1994 til 2006.

Chandrika Kumaratunga nam við klausturskóla Heilagrar Birgittu í Kólombó og síðan við Akvínasarháskólann í borginni. Hún gekk síðan í Sciences Po í París og í Aix-en-Provence. Hún hóf síðan doktorsnám við skólann École pratique des hautes études í París á árunum 1968 til 1970.[1] Þegar Kumaratunga sneri aftur til Srí Lanka árið 1972 hóf hún ekki strax bein afskipti af stjórnmálum en tók þó við ýmsum stöðum hjá ríkisstjórninni. Hún var framkvæmdastjóri nefndar sem fjallaði um landeignarumbætur á árunum 1972 til 1976 og varð síðan forseti Janawasa-nefndarinnar, sem sá um skipulagningu samyrkjubúa, frá 1976 til 1977. Frá 1976 til 1979 var hún jafnframt meðlimur í sérfræðingaráði Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Á námsárum sínum í Frakklandi fékk Kumaratunga reynslu af pólitískri blaðamennsku sem starfsmaður hjá blaðinu Le Monde. Eftir heimkomuna til Srí Lanka varð hún ritstjóri dagblaðsins Dinakara Sinhala frá 1977 til 1985.[2]

Chandrika giftist kvikmyndastjörnunni og stjórnmálamanninum Vijaya Kumaratunga árið 1978 en hann var myrtur tíu árum síðar þann 16. febrúar árið 1988, beint fyrir framan Chandriku og börn þeirra, sem þá voru fimm og sjö ára. Morðinginn var úr marxíska öfgahópnum Janatha Vimukthi Peramuna.

Dóttir þeirra, Yasodhara Kumaratunga (f. 1980), nam við Corpus Christi-skólann við Cambridge, við Læknisfræðiskóla Heilags Georgs og við Lundúnaháskóla, og gerðist læknir. Hún giftist Roger Walker, læknisfræðiráðgjafa í Dorset.[3]

Sonur þeirra, Vimukthi Kumaratunga (f. 1982), nam við Bristol-háskóla og gerðist dýralæknir.

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir morðið á eiginmanni sínum flúði Chandrika Kumaratunga í tvö ár til London. Hún hóf þátttöku í stjórnmálum eftir heimkomuna til Srí Lanka og var kjörin forsætisráðherra Vesturhéraðs Srí Lanka.[4]

Eftir þingkosningar í ágúst árið 1994 var Kumaratunga útnefnd forsætiráðherra Srí Lanka. Hún var kjörin forseti landsins síðar sama ár með 62,2 % atkvæða. Hún útnefndi móður sína, Sirimavo Bandaranaike, til að taka við af sér í embætti forsætisráðherra.

Hún var endurkjörin þann 21. desember árið 1999 til annars sex ára kjörtímabils með 51,12 % atkvæða gegn Ranil Wickremesinga úr Sameinaða þjóðernisflokknum og tólf öðrum frambjóðendum. Árið 2005 tók forsætisráðherrann Mahinda Rajapakse við af henni á forsetastól eftir að hafa unnið 50,33 % atkvæða í forsetakosningum.

Að liðinni forsetatíð

[breyta | breyta frumkóða]

Í forsetakosningum Srí Lanka árið 2010 lýsti Kumaratunga yfir stuðningi við frambjóðandann Sarath Fonseka, sem bað ósigur.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Chandrika Kumaratunga - Wikiwand“. wikiwand.com. Sótt 22. maí 2020.
  2. Notice biographique
  3. „Photos d'un mois du mariage de Yasodhara Kumaratunga à Londres“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. september 2018. Sótt 16. janúar 2021.
  4. Bruno Philip (27. nóvember 1996). „« Chandrika » sous la menace des « Tigres »“ (franska). Le Monde. Sótt 22. maí 2020.
  5. Sri Lanka ex-president delivers poll blow to Rajapaksa, BBC, 24. janúar 2010


Fyrirrennari:
Ranil Wickremesinghe
Forsætisráðherra Srí Lanka
(19. ágúst 199412. nóvember 1994)
Eftirmaður:
Sirimavo Bandaranaike
Fyrirrennari:
Dingiri Banda Wijetunga
Forseti Srí Lanka
(12. nóvember 199419. nóvember 2005)
Eftirmaður:
Mahinda Rajapaksa