Fara í innihald

Casinoleikhúsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Casinofundurinn)
Salurinn í Casinoleikhúsinu

Casinoleikhúsið (kasínóleikhúsið, bara kasínó eða kassinn) var leikhús við Amalíugötu 10 í Kaupmannahöfn. Það var upphaflega byggt árið 1847 af Georg Carstensen sem byggði einnig Tívolíið og Alhambra. Byggingin var teiknuð af arkitektnum H.C. Stilling. Húsið var rifið árið 1960.

Upprunalega var það meiningin að byggingin yrði notuð sem eins konar vetrartívolí en fljótlega var ákveðið að setja þar upp leiksýningar. Verk eftir H.C. Andersen nutu þar mikilla vinsælda eins og t.d. Óli Lokbrá árið 1850. Þá var tónverk eftir norska tónskáldið Edvard Grieg frumflutt þar árið 1868.

Kröfurnar á hendur Friðriki 7. Danakonungi sem settar voru fram á fundinum.

Leikhúsið er þó ekki síst þekkt fyrir að vera sá samkomustaður þangað sem stór hópur safnaðist þann 20. mars árið 1848 og hlýddi á ræðu Orla Lehmanns. Samþykkt var ályktun á fundinum um að Danakonungur skyldi láta af einveldi. Daginn eftir, þann 21. mars, gengu um 10.000 manns til Kristjánsborgarhallar og kröfðust þess að ráðherrar konungs segðu af sér. Friðrik 7. sem hafði aðeins verið við völd sem konungur í um tvo mánuði varð við óskum mótmælenda og setti Marsríkisstjórnina svonefndu sem meðal annars innihélt Orla Lehmann sem ráðherra. Í sögu Danmerkur er miðað við Casinofundinn (Kasínófundinn) sem upphaf marsbyltingarinnar, sem leiddi svo aftur til afnám einveldis í Danmörku og setningu stjórnarskrár Danmerkur í júní 1848.

Þóra Pétursdóttir var á grímuballi þar fimmtudaginn 12. mars 1874 ásamt hópi af Íslendingum.