Orla Lehmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Málverk Constantin Hansen af Orla frá árinu 1862. Í dag hangir það í Þjóðþingi Danmerkur Folketinget.

Orla Lehmann (fæddur 19. maí 1810 í Kaupmannahöfn, dáinn 13. september 1870 í Kaupmannahöfn) var danskur lögfræðingur og stjórnmálamaður. Lehmann var einn af leiðtogum hreyfingarinnar gegn einveldi Danakonungs og frjálslyndra þjóðernissinna. Hann mælti á Casinofundinum sem haldinn var í maí 1848 áður en tíu þúsund manns gengu mótmælagöngu að konungshöllinni og kröfðust afnáms einveldis.