Stjórnarskrá Danmerkur
Útlit
Stjórnarskrá Danmerkur (danska: Danmarks Riges Grundlov) er stjórnarskrá Danmerkur. Fyrsta útgáfa hennar var samin árið 1849 og undirrituð af Friðriki 7. Hún kveður á um að Danmörk sé fullvalda ríki undir þingbundinni konungsstjórn. Hún kveður einnig á um réttindi og skyldur þegnanna. Henni hefur verið breytt fjórum sinnum frá 1849. Núverandi útgáfa er frá 1953.