Fara í innihald

Katharine Hepburn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Katharine Hepburn

Katharine Houghton Hepburn (12. maí, 190729. júní, 2003) var bandarísk leikkona sem var þekktust fyrir að leika skapmiklar konur. Hún hóf feril sinn á Broadway og sló í gegn í Hollywood eftir 1932. Hún fékk Óskarsverðlaun fyrir sína þriðju kvikmynd, Morning Glory (1933), sem besta leikkona í aðalhlutverki. Næstu áratugi fékk hún oft tilnefningu, meðal annars fyrir kvikmyndirnar Kenjótt kona (The Philadelphia Story) þar sem hún lék á móti Cary Grant, og Drottning Afríku (The African Queen) þar sem hún lék á móti Humphrey Bogart. Árið 1968 vann hún aftur verðlaunin fyrir hlutverk í kvikmyndinni Gestur til miðdegisverðar (Guess Who's Coming to Dinner) þar sem hún lék á móti Spencer Tracy. Þau léku saman í níu kvikmyndum og áttu í áralöngu ástarsambandi sem stóð þar til Tracy lést 1967, aðeins nokkrum dögum eftir tökur myndarinnar. Árið eftir deildi hún verðlaununum með Barbra Streisand fyrir kvikmyndina Vetrarljón (The Lion in Winter). Hún vann verðlaunin aftur 1982 fyrir hlutverk sitt í Síðsumar (On Golden Pond). Næstu ár tók hún þátt í sjónvarsmyndum en hætti að leika 1994.

  Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.