Fara í innihald

Carles Puyol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Carles Puyol
Upplýsingar
Fullt nafn Carles Puyol Saforcada[1]
Fæðingardagur 13. apríl 1978 (1978-04-13) (46 ára)

[2]

Fæðingarstaður    La Pobla de Segur, Spánn
Hæð 1.78 m[3]
Leikstaða Miðvörður
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1996 C-lið Barcelona 1 (1)
1997–1999 B-lið Barcelona 89 (6)
1999–2014 Barcelona 392 (12)
Landsliðsferill
1995
2000
2000
2000–2013
2001–2013
U18 Spánn
U21 Spánn
U23 Spánn
Spánn
Katalónía
3 (0)
4 (0)
5 (0)
100 (3)
6 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Carles Puyol Saforcada (f. 13. apríl 1978) er spænskur fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu sem lék allan sinn feril fyrir Barcelona. Hann lék aðallega sem miðvörður en gat einnig leikið í báðum bakvarðarstöðunum, oftast sem hægri bakvörður. Hann er almennt talinn einn besti varnarmaður í sögu knattspyrnunnar.

Puyol er þekktur fyrir varnarleik sinn og leiðtogahæfni sína og er talinn einn besti varnarmaður og fyrirliði allra tíma.[4][5] Hæfni hans og leikni á vellinum færðu honum viðurnefnið „El Tiburón“ (hákarlinn) af liðsfélögum og aðdáendum. Hann var fyrirliði Barcelona frá ágúst 2004 uns hann lagði skóna á hilluna árið 2014, en hann spilaði 593 keppnisleiki fyrir félagið. Hann vann 18 merka titla, þar á meðal spænsku úrvalsdeildina sex sinnum og Meistaradeildina þrisvar.

Puyol lék yfir 100 leiki með spænska landsliðinu og var í hópnum sem vann EM 2008 og HM 2010. Í undanúrslitum HM 2010 skoraði hann eina mark leiksins gegn Þýskalandi.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „FIFA World Cup South Africa 2010: List of Players: Spain“ (PDF). FIFA. 4. júní 2010. bls. 29. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 17. maí 2020.
  2. „Carles Puyol Saforcada“. El Mundo (spænska). Afrit af uppruna á 3. febrúar 2022. Sótt 11. desember 2019.
  3. „Carles Puyol“. FC Barcelona. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. nóvember 2006. Sótt 8. júní 2020.
  4. „Top 10 - Inspirational Captains“. beIN SPORTS (enska). Afrit af uppruna á 7. maí 2020. Sótt 17. febrúar 2021.
  5. Hosangadi, Aditya (6. maí 2020). „20 Best defenders of all time“. www.sportskeeda.com (bandarísk enska). Afrit af uppruna á 15. janúar 2021. Sótt 17. febrúar 2021.
  6. „Carles Puyol Saforcada – Century of International Appearances“. RSSSF. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2023. Sótt 1. september 2017.