Þorskhöfði
Útlit
(Endurbeint frá Cape Cod)
Þorskhöfði (enska: Cape Cod) er stór L-laga höfði sem tilheyrir Barnstable-sýslu í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Þorskhöfðaskurðurinn skilur á milli höfðans og meginlandsins. Á Þorskhöfða eru margir smábæir og vinsælar baðstrendur. Sunnan við höfðann eru eyjarnar Nantucket og Martha's Vineyard.
Þorskhöfði var önnur enska landnemabyggðin sem heppnaðist að koma upp á meginlandi Norður-Ameríku en þangað komu stofnendur Plymouth-nýlendunnar með skipinu Mayflower árið 1620.