Fara í innihald

Colorado-sléttan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Colorado sléttan er í 4 ríkjum.
Four Corners Monument minnismerkið.
Úr Petrified Forest-þjóðgarðinum.
Sólsetur í Ojito Wilderness, Nýju-Mexíkó.

Colorado-sléttan (enska: The Colorado Plateau) er stór slétta og eyðimörk á mótum fjögurra ríkja Bandaríkjanna: Colorado, Nýju-Mexíkó, Utah og Arizona. Alls þekur það tæpa 337 þúsund ferkílómetra. Megnið af svæðinu er á vatnasviði Colorado-fljóts en svæðið er þó þurrt. Skógar eru þar sem úrkoma er mest; í hlíðum og fjöllum. Berg nálægt Miklagljúfri er næstum 2000 milljóna ára gamalt, frá forkambríum.

Þjóðgarðar eru margir á Colorado-sléttunni: Miklagljúfur, Zion, Bryce Canyon, Capitol Reef, Canyonlands, Arches, Mesa Verde og Petrified Forest. Einnig eru 18 national monuments þar.

Fyrirmynd greinarinnar var „Colorado Plateau“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. febrúar 2019.