Grænhöfði
Útlit
(Endurbeint frá Cabo Verde)
Grænhöfði (franska Cap-Vert, portúgalska Cabo Verde) er vestasti hluti meginlands Afríku. Grænhöfði er klettanes sem skagar vestur í Atlantshafið frá sandströndinni í Senegal. Höfuðborg landsins, Dakar, stendur á suðurenda höfðans.
Nafn Grænhöfðaeyja er dregið af nafni höfðans. Portúgalar gáfu bæði höfðanum og landinu nafnið Cabo Verde.