Fara í innihald

Sumarólympíuleikarnir 2008

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ólympíuleikarnir 2008)
29. sumarólympíuleikarnir
Bær: Peking, Kína
Þátttökulönd: 204+2
Þátttakendur: 10.899
(6.290 karlar, 4.609 konur)
Keppnir: 302 í 28 greinum
Hófust: 8. ágúst 2008
Lauk: 24. ágúst 2008
Settir af: Hu Jintao forseta
Íslenskur fánaberi: Örn Arnarson
Þjóðarleikvangurinn í Peking („Hreiðrið“) er aðalleikvangur Ólympíuleikanna.

Sumarólympíuleikarnir 2008 voru haldnir í Peking í Alþýðulýðveldinu Kína frá 8. ágúst til 24. ágúst 2008. Í kjölfar leikanna voru Sumarólympíuleikar fatlaðra 2008 haldnir þar frá 6. september til 17. september. Um 10.500 íþróttamenn tóku þátt í 302 keppnum í 28 íþróttagreinum, aðeins einni keppni meira en á síðustu ólympíuleikum. Leikarnir voru haldnir á landi tveggja landsnefnda í þriðja skiptið í sögu leikanna, þar sem hluti þeirra fer fram í Hong Kong sem er með eigin nefnd.

Peking var valin eftir kosningu Alþjóða ólympíunefndarinnar 13. júlí 2001.

Einstakir afreksmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Usain Bolt frá Jamaíka var stærsta stjarna leikanna. Hann setti heims- og ólympíumet í 100 og 200 metra hlaupi, 9,69 sekúndur og 19,30 sekúndur. Sundmaðurinn Michael Phelps slóst við hann um athyglina með átta gullverðlaunum og sló sjö heimsmet í leiðinni.

Tenniskeppnin fékk mikla athygli á leikunum þar sem Spánverjinn Rafael Nadal fór með sigur af hólmi. Lionel Messi var burðarásinn í Ólympíumeistaraliði Argentínu en nokkrir eldri leikmenn voru leyfðir til að styrkja ungmennaliðin í karlaflokki. Kínverjar unnu liðakeppni kvenna í fimleikum í fyrsta sinn og kínverska liðið hlaut langflest gullverðlaunin í fimleikakeppni beggja kynja.

Handknattleikskeppni ÓL 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Íslendingar tryggðu sér sæti á ÓL í forkeppnisleikjum í Póllandi í júnímánuði. Tólf lið kepptu í tveimur sex liða riðlum þar sem fjögur efstu lið úr hvorum komust í fjórðungsúrslit. Upphafsleikur Íslands var 33:31 sigur á Rússum og því næst tók við sigur á Þjóðverjum. Íslendingum var kippt niður á jörðina aftur með tapi á móti Suður-Kóreu. Í kjölfarið komu tveir 32:32 jafnteflisleikir gegn Dönum og Egyptum. Þrjú lið voru jöfn með sex stig á toppi riðilsins en Ísland mátti sætta sig við þriðja sætið vegna innbyrðisviðureigna.

Í fjórðungsúrslitum voru mótherjar Íslands Pólverjar, sem leiddu með fimm marka forystu í hálfleik. Eftir hlé sneri íslenska liðið taflinu við og vann 32:30. Í undanúrslitum voru mótherjarnir Spánverjar, þar sem Ísland náði snemma forystunni og vann að lokum 36:30. Íslendingar voru öruggir á verðlaunapall og mættu ógnarsterku liði Frakka í úrslitum, sem hafði slegið út Króata í hinni unanúrslitaviðureigninni. Frakkar höfðu talsverða yfirburði, náðu fimm marka forystu í hálfleik og héldu henni allt til loka. Íslendingar fengu hins vegar silfurverðlaunin og öllum leikmönnum liðsins var í mótslok veitt fálkaorðan úr hendi forsetans.

Þátttaka Íslendinga á leikunum

[breyta | breyta frumkóða]

Auk handboltalandsliðsins sendu Íslendingar þrettán íþróttamenn til keppni á leikunum.

Þrír keppendur tóku þátt í frjálsum íþróttum, þar sem Þórey Edda Elísdóttir náði hæst 25. sæti í stangarstökki og var talsvert frá sínu besta. Íslendingar áttu sitthvorn keppandann í júdó og badminton. Átta sundmenn voru skráðir til leiks en ekkert þeirra komst upp úr fyrstu umferð.

Keppendur eftir löndum

[breyta | breyta frumkóða]

Hér fyrir neðan er listi yfir þau lönd sem eru með landsnefnd og fjöldi keppenda í sviga.

Íslendingar fengu ein verðlaun og það var íslenska handknattleikslandsliðið sem vann silfurverðlaun en það er aðeins önnur silfurverðlaun Íslands í sögu þess.

Í eftirfarandi dagatali yfir Ólympíuleikana 2008 táknar hver blár reitur einn keppnisviðburð, t.d. undankeppni, á þeim degi. Gulu reitirnir eru dagar þar sem verðlaun eru afhent. Hver punktur í þessum reitum táknar úrslitakeppni.

 ●  Opnunarhátíð     Keppni  ●  Úrslit     Sýning  ●  Lokahátíð
ágúst 6.  
m
7.  
f
8.  
f
9.
l
10.
s
11.
m
12.
þ
13.
m
14.
f
15.
f
16.
l
17.
s
18.
m
19.
þ
20.
m
21.
f
22.
f
23.
l
24.
s
gull
Hátíðir
Badminton 5
Blak 4
Bogfimi 4
Borðtennis 4
Dýfingar 8
Fimleikar


18
Frjálsar íþróttir








47
Glíma 18
Hafnarbolti 1
Handbolti 2
Hestaíþróttir 6
Hjólreiðar 18
Hnefaleikar

11
Hokkí 2
Júdó 14
Kajak- og kanóróður

16
Kappróður



14
Knattspyrna 2
Körfubolti 2
Listsund 2
Ólympískar Lyftingar 15
Mjúkbolti 1
Nútímafimmtarþraut 2
Siglingar 11
Skotfimi 15
Skylmingar 10
Sund







34
Sundknattleikur 2
Tennis 4
Tækvondó 8
Þríþraut 2
ágúst 6.
m
7.
f
8.
f
9.
l
10.
s
11.
m
12.
þ
13.
m
14.
f
15.
f
16.
l
17.
s
18.
m
19.
þ
20.
m
21.
f
22.
f
23.
l
24.
s

Verðlaunahafar eftir löndum

[breyta | breyta frumkóða]
Nr. Land Gull Silfur Brons Samtals
1 Fáni Kína Kína 51 21 28 100
2 Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 36 38 36 110
3 Fáni Rússlands Rússland 23 21 28 72
4  Bretland 19 13 15 47
5 Fáni Þýskalands Þýskaland 16 10 15 41
6 Fáni Ástralíu Ástralía 14 15 17 46
7 Fáni Suður-Kóreu Suður Kórea 13 10 8 31
8  Japan 9 6 10 25
9 Fáni Ítalíu Ítalía 8 9 10 27
10 Fáni Frakklands Frakkland 7 16 18 41
11 Fáni Úkraínu Úkraína 7 5 15 27
12 Holland 7 5 4 16
13 Kenýa 6 4 4 14
14 Jamæka 6 3 2 11
15 Spánn 5 10 3 18
16 Hvíta-Rússland 4 5 10 19
17 Fáni Rúmeníu Rúmenía 4 1 3 8
18 Fáni Eþíópíu Eþíópía 4 1 2 7
19  Kanada 3 9 6 18
20 Fáni Ungverjalands Ungverjaland 3 5 2 10
21 Fáni Póllands Pólland 3 6 1 10
22  Noregur 3 5 1 9
23  Brasilía 3 4 8 15
24 Tékkland 3 3 0 6
25 Fáni Nýja Sjálands Nýja-Sjáland 3 2 4 9
26 Slóvakía 3 2 1 6
27 Georgía 3 0 3 6
28 Kúba 2 11 11 24
29 Kasakstan 2 4 7 13
30 Danmörk 2 2 3 7
31 Mongólía 2 2 0 4
31 Tæland 2 2 0 4
33 Sviss 2 1 4 7
34 Norður-Kórea 2 1 3 6
35 Argentína 2 0 4 6
36 Mexíkó 2 0 1 3
37 Tyrkland 1 4 3 8
38 Simbabve 1 3 0 4
39 Aserbaídsjan 1 2 4 7
40 Úsbekistan 1 2 3 6
41 Slóvenía 1 2 2 5
42 Búlgaría 1 1 3 5
Indónesía 1 1 3 5
44 Finnland 1 1 2 4
45 Lettland 1 1 1 3
46 Belgía 1 1 0 2
Dóminíska lýðveldið 1 1 0 2
Eistland 1 1 0 2
Portúgal 1 1 0 2
50 Indland 1 0 2 3
Serbía 1 0 2 3
52 Íran 1 0 1 2
53 Kamerún 1 0 0 1
Panama 1 0 0 1
Túnis 1 0 0 1
56 Svíþjóð 0 4 1 5
57 Króatía 0 2 3 5
Litháen 0 2 3 5
59 Grikkland 0 2 2 4
60 Trínidad og Tóbagó 0 2 0 2
61 Nígería 0 1 3 4
62 Austurríki 0 1 2 3
Írland 0 1 2 3
64 Alsír 0 1 1 2
Bahamaeyjar 0 1 1 2
Kólumbía 0 1 1 2
Kirgistan 0 1 1 2
Marokkó 0 1 1 2
Tadsjikistan 0 1 1 2
70 Ekvador 0 1 0 1
Ísland 0 1 0 1
Malasía 0 1 0 1
Síle 0 1 0 1
Singapúr 0 1 0 1
Suður-Afríka 0 1 0 1
Súdan 0 1 0 1
Víetnam 0 1 0 1
78 Armenía 0 0 6 6
79 Tævan 0 0 4 4
80 Afganistan 0 0 1 1
Egyptaland 0 0 1 1
Ísrael 0 0 1 1
Moldavía 0 0 1 1
Máritíus 0 0 1 1
Togo 0 0 1 1
Venesúela 0 0 1 1
Alls 302 303 353 958