Fara í innihald

Brynjulf Bergslien

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndhöggvarinn Brynjulf Bergslien (1830-1898) bjó til styttur af fjölda þekktra samtímamanna hans.
Styttan af Karli Jóhanni við Hallargarðinn í Osló.
Styttan af Peter Chr. Asbjørnsen frá 1885.

Brynjulf Larsen Bergslien (11. nóvember 1830 í Voss, 18. september 1898) var norskur myndhöggvari og bróðir málarans Knut Bergslien. Þekktasta verk Brynjulf Bergslien er styttan af Karli Jóhanni við Hallargarðinn í Osló. Fleiri styttur eftir hann prýða höfuðborg Noregs, m.a. styttur af ljóðskáldinu Henrik Wergeland í Studenterlunden-garðinum, leikaranum Johannes Brun við Bankplassen og Peter Chr. Asbjørnsen við St. Hanshaugen-garðinum.

Meðal nemenda Bergslien voru myndhöggvararnir Wilhelm Robert Rasmussen (1879-1965) og Gustav Vigeland (1869-1943).

Hann var jarðsettur í Vår Frelsers Gravlund í Osló.

Árið 1901 var gata í Homansbyen-hverfinu í Osló skírð eftir honum, Bergsliens gate.

Brynjulf þekkti Jón Sigurðsson og gerði brjóstmynd af honum.