Broddgöltur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Broddgöltur
Evrópskur bröddgöltur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Erinaceomorpha
Ætt: Erinaceidae
Undirætt: Erinaceinae
G. Fischer, 1814
Ættir (Genus)

Broddgöltur er spendýr sem einkennist af broddum á baki og telst til ættarinnar Erinaceinae. Til eru sautján tegundir af broddgöltum af fimm ættkvíslum sem fyrirfinnast í hluta Evrópu, Asíu, Afríku og á Nýja Sjálandi (innfluttur). Villtir broddgeltir finnast hvorki í Ástralíu né Norður- og Suður-Ameríku. Líkt og mörg spendýr, lifa broddgeltir á skordýraáti á næturnar.[1]

Fæði[breyta | breyta frumkóða]

Villtir broddgeltir eru tækifærissinnar og borða ýmislegt þótt meirihlutinn borði skordýr. Þegar broddgeltir borða eitthvað annað en skordýr þarf það að vera próteinríkt og fitulítið, líkt og skordýr eru. Þeir þurfa einnig fjölsykrur sem koma frá ytri stoðgrind skordýra þótt trefjar geti komið í staðinn fyrir fjölsykrur. Broddgeltir geta mjög auðveldlega orðið of feitir ef fæða þeirra er fiturík eða ef þeir hreyfa sig ekki nægilega mikið.

Broddgeltir geta ekki borðað hnetur vegna þess hvernig munnur þeirra er í laginu. Þeir geta ekki heldur borðað lárperu, lauk, vínber, rúsínur, súkkulaði eða hrátt kjöt.

Broddgeltir sem gæludýr[breyta | breyta frumkóða]

Broddgaltarækt þekktist þegar meðal Rómverja. Snemma á níunda áratug 20. aldar urðu broddgeltir vinsælir sem gæludýr. Hegðun broddgalta er um margt lík hegðun annarra villtra dýra, þar á meðal ótta þeirra á rándýrum, sérstaklega mannfólki. Broddgeltir geta smám saman gleymt þessum ótta sé komið vel fram við þá.

Algengasta broddgaltategundin í heimahúsum er afríski smábroddgölturinn. Tamdar tegundir af broddgöltum vilja helst vera í hlýju loftslagi (þ.e. yfir 22° C) og leggjast vanalega ekki í dvala. Þegar dýrin reyna að leggjast í dvala getur það stafað af lækkuðum líkamshita sem getur verið hættulegt fyrir broddgeltina.

Í náttúrunni borða broddgeltir aðallega skordýr en sem gæludýr eru þeir oftast aldir á fæði sem er hátt í próteini og fitulítið. Einna helst er þeim gefinn kattamatur en einnig eru þeim gefnir ávextir, grænmeti og eldað ókryddað kjöt.

Lagaheimild[breyta | breyta frumkóða]

Reglugerð um broddgaltahald er mismunandi eftir löndum. Víða er bannað að eiga villtar evrópskar broddgaltategundir sem gæludýr en sums staðar er bannað með öllu að eiga broddgölt, m.a. í sumum ríkjum Bandaríkjanna. Í öðrum ríkjum Bandaríkjanna getur þurft sérstakt leyfi til að rækta þá. Þessi lög voru sett vegna sjúkdómsins gin- og klaufaveiki sem broddgeltir geta borið. Sjúkdómurinn er mjög smitandi og berst með klaufdýrum.

Ofnæmi[breyta | breyta frumkóða]

Broddgeltir framleiða mjög lítið af hárum sem geta smitað mannfólk.[2] Hægt er að vera með ofnæmi fyrir hlutum sem broddgeltir eru í náinni snertingu við, til dæmis þar sem þeir sofa eða borða en það er mjög sjaldgæft að vera með ofnæmi fyrir broddgeltinum sjálfum.

Broddgeltirnir sjálfir eru aftur á móti yfirleitt með ofnæmi fyrir tréolíum.

Veikindi[breyta | breyta frumkóða]

Algengt er að broddgeltir fái marga sjúkdóma, til dæmis krabbamein sem breiðist fljótt út í broddgöltum. Það sést oft á nefi broddgalta ef þeir hafa veikst. Helstu einkenni sem gefa til kynna veikindi eru öndunarerfiðleikar, bólur, nefrennsli og stöðugur hnerri.

Tímabundnar meltingartruflanir eru hefðbundin viðbrögð broddgalta við stressi og þessum truflunum fylgja uppköst og grænn saur.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „WildlifeTrust.org.uk“. WildlifeTrust.org.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. febrúar 2013. Sótt 28. febrúar 2013.
  2. Reasons to own a Hedgehog at. Hedgies.com. Sótt 2012-07-09.
  3. Health information at. Hedgies.com. Sótt 2012-07-09.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]