Broddflétta
Broddflétta | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Actinidia arguta (Siebold & Zucc.) Planch. ex Miq. |
Broddflétta (fræðiheiti: Actinidia arguta) er fjölær klifurrunni ættaður frá Japan, Kóreu, Norður-Kína, og austast í Rússlandi.[1][2]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Berin líkjast kívíávöxtum og eru svipuð á bragðið, en eru græn, brún, eða purpuralit með sléttri húð, stundum með roðabletti. Oft sætari en kíví, og er hægt að borða í heilu lagi og án þes að flysja.
-
Venjulegt kíví (fyrir aftan) til samanburðar við ber broddfléttu (fyrir framan)
-
Blöð
-
Blóm
Saga og flokkunarfræði
[breyta | breyta frumkóða]Actinidia arguta var fyrst lýst af Philipp Franz von Siebold og Joseph Gerhard Zuccarini 1843 sem Trochostigma argutum.[3] Hún var svo flutt í ættkvíslina Actinidia 1867 af Friedrich Anton Wilhelm Miquel.[4]
- Afbrigði
Tegundin samanstendur af þremur afbrigðum:[4]
- Actinidia arguta var. arguta (autonym)
- Actinidia arguta var. giraldii (Diels) Vorosch.
- Actinidia arguta var. hypoleuca (Nakai) Kitam.
Actinidia arguta var. giraldii var upphaflega lýst af Ludwig Diels 1905 sem sjálfstæðri tegund (Actinidia giraldii),[5] en lýst sem afbrigði (A. arguta) 1972 af Vladimir Nikolaevich Voroschilov.[6] A. arguta var. hypoleuca var upphaflega lýst sem tegund (Actinidia hypoleuca) af Takenoshin Nakai 1904,[7] en lýst sem afbrigði (A. arguta) 1980 af Siro Kitamura.[8]
- Yrki
Meðal algengustu yrkja eru 'Ananasnaya', 'Geneva', 'MSU', 'Weiki', 'Jumbo Verde', og 'Rogow'. Japanska yrkið 'Issai' er sjálffrjóvgandi blendingur (A. arguta × A. rufa).
Ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Þessi hraðvaxandi tegund er mjög frostþolin, og þolir (með hægri breytingu) niður að -34 °C, en ungir sprotar geta verið viðkvæmir fyrir vorfrostum.[9] Hún þarf 150 daga frostlaust vaxtartímabil, en verður ekki fyrir skemmdum af haustfrostum ef kælingin er smám saman.[2] Renglurnar geta vaxið 6m á ári við bestu skilyrði.[10] Blómgun er yfirleitt síðla vors og byrjar á þriðja ári.[11] Tilraunir til að rækta hana í stórum stíl hafa ekki gengið vegna stuttrar endingar berjanna og ójafns þroska.[10]
Til matar
[breyta | breyta frumkóða]Broddfléttuber, fersk, hrá Næringargildi í hverjum 100 g (3,5 únsur) | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Orka 80 kkal 320 kJ | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Percentages are relative to US recommendations for adults. Heimild : NZ KiwiBerry Growers Inc. Næringargildi |
Berin er hægt að borða hrá eða í sultu.
-
Broddfléttu sulta
Kórea
[breyta | breyta frumkóða]Í kóreskri matreiðslu er broddflétta þekkt sem darae (다래). Ung blöð, kölluð darae-sun, eru oft borðuð sem „namul“ grænmeti.[12]
-
Þurrkuð ung blöð, seld sem „namul“ grænmeti.
Rússland
[breyta | breyta frumkóða]Austast í Rússlandi er hún þekkt sem kishmish (orðið hefur aðra merkingu í öðrum hlutum Rússlands). Þetta er vinsæll ávöxtur á uppskerutíma, yfirleitt seldur á bændamörkuðum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Li, Jianqiang; Li, Xinwei; Soejarto, D. Doel. "Actinidia arguta". Geymt 27 júlí 2020 í Wayback Machine Flora of China. via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
- ↑ 2,0 2,1 Hardy Kiwifruit Geymt 10 apríl 2011 í Wayback Machine Fruit Facts. 1996, California Rare Fruit Growers, Inc.
- ↑ https://npgsweb.ars-grin.gov/gringlobal/taxonomydetail.aspx?40670 "Trochostigma argutum Siebold & Zucc".] Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
- ↑ 4,0 4,1 "Actinidia arguta (Siebold & Zucc.) Planch. ex Miq". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
- ↑ "Actinidia giraldii Diels". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
- ↑ "Actinidia arguta (Siebold & Zucc.) Planch. ex Miq. var. giraldii (Diels) Vorosch". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
- ↑ "Actinidia hypoleuca Nakai". Geymt 30 maí 2020 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
- ↑ "Actinidia arguta (Siebold & Zucc.) Planch. ex Miq. var. hypoleuca (Nakai) Kitam". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
- ↑ Hardy Kiwi Hardy Kiwi. Dec. 16, 2008, Penn State College of Agricultural Sciences.
- ↑ 10,0 10,1 Hardy Kiwi Nan Sterman, National Gardening Association.
- ↑ Kiwifruit and Hardy Kiwi Kiwifruit and Hardy Kiwi HYG-1426-93. John Strang & Richard C. Funt, Ohio State University.
- ↑ Kwon, Daeik. „Saenggimsae biseutan bomnamul sigyong – dokcho chakgak swiwo“. Hankook Ilbo (kóreska). Sótt 27. desember 2017.