Brittney Griner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Griner með liði sínu Phoenix Mercury í leik á móti Minnesota Lynx 14. júlí 2019.

Brittney Griner (fædd 18. október 1990) er bandarísk körfuknattleikskona. Hún vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Ríó de Janerio 2016 og í Tókýó 2020 með bandaríska landsliðinu. Hún spilar með Phoenix Mercury í bandarísku kvennadeildinni, WNBA. Hún vakti heimsathygli þegar hún var handtekin á Sheremetjevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu fíkniefna.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Griner spilaði með Baylor háskóla þar sem hún stýrði liði skólans, Lady Bears, til sigurs í NCAA háskóladeildinni árið 2012.

Griner var valin fyrst í nýliðavali ársins 2013 af Phoenix Mercury. Síðan þá hefur hún verið lykilmaður hjá Mercury og er alltaf á meðal þeirra leikmanna sem taka flestu fráköstin og verja flest skot. Hún vann WNBA titilinn árið 2014 með liðinu og var valin varnarmaður ársins það ár og árið 2015.

Varðhald í Rússlandi[breyta | breyta frumkóða]

Þann 17. febrúar 2022 var Brittney handtekin á Sheremetjevo-flugvelli í Moskvu. Hún reyndist vera með rafsígarettuhylki sem innhéldu örlítið magn af kannabis. Hún var í haldi í tæpa 10 mánuði en sammskipti Rússlands og Bandaríkjanna voru mjög slæm á þessum tíma vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Þess vegna tóku samningaviðræður um fangaskipti langan tíma jafnvel þó Bandaríkjastjórn hafi nánast frá upphafi lýst sig tilbúna til skipta.[1]

Brittney var að lokum látin laus í skiptum fyrir Víktor Bút rússneskan vopnasala sem þekktur er undir nafninu Kaupmaður dauðans. Hann hafði verið dæmdur í 25 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir ólögleg vopnaviðskipti.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

https://en.wikipedia.org/wiki/Brittney_Griner

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ganguli, Tania; Abrams, Jonathan; Bubola, Emma (17. desember 2022). „What We Know About Brittney Griner's Release From Russia“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 1. desember 2023.
  2. Luscombe, Richard; Roth, Andrew (9. desember 2022). „Brittney Griner freed from Russian prison in exchange for Viktor Bout“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 1. desember 2023.