Rafsígaretta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsta kynslóð rafsígaretta

Rafsígaretta (einnig verið nefnd rafretta) er rafknúið tæki sem breytir vökva, með eða án nikótíns, í gufu og er nefnt í höfuðið á sígarettunni vegna samskonar eiginleika þeirra og í upphafi útlits. Það er inntöku nikótíns og eru rafrettur notaðar af fólki til þess að hætta neyslu tóbaks en samt inntöku nikótíns, líkt og notkun nikótíntyggjós eða nikótínplástra.

Deilur[breyta | breyta frumkóða]

Rafsígaretta sem inniheldur nikótínvökva hefur líkamleg áhrif sem líkist áhrifum venjulegra tóbaksreykinga, þó að ekkert tóbak, tjara, reykur né glóð komi þar við sögu. Þó er hægt að fá vökva sem framleiðir gufuna í rafrettur sem innihalda ekki nikótín. Rafrettuna er hægt að hlaða með ýmsum bragðtegundum, með eða án nikótíns og í mismunandi styrkleika þess. Er það eitt af því sem hefur valdið áhyggjum manna sem telja að með mögulegum vinsældum rafrettunnar muni verða til ný kynslóð fólks sem ánetjist nikótíni, fólki sem annars hefði hugsanlega ekki farið að reykja sígarettur. En notkun rafsígaretta eykst hratt.

Deilur hafa því staðið um rafrettuna, bæði vegna mögulegrar aukningar nikótínneyslu af vinsældum hennar og eins því að áhrif af notkun hennar á heilsu manna er ekki fullkönnuð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sem dæmi varað við þeim og eru þær bannaðar í mörgum löndum og öðrum notkun þeirra takmörkuð að ýmsu leyti. Á Íslendi hefur verið mörkuð sú stefna að flokka þann vökva sem inniheldur nikótín fyrir rafsígarettur sem lyf og fer Lyfjastofnun og Landlæknisembættið með ákvarðanir um innflutning og sölu hans. Tækin sjálf lúta aftur á móti engum takmörkunum í sölu og innflutningi, öðrum en gerðar eru til annara rafmagnstækja, og eins vökva sem ekki inniheldur nikótín.

Rafsígarettutegundir[breyta | breyta frumkóða]

Af rafsígarettum er mest í notkun tvennskonar útgáfur: Sígarettulíki, tæki sem er jafn fyrirferðarlítið og sígaretta og hermir eftir útliti hennar og hinsvegar svokallaðir moddar eða gufarar, sem eru stærri tæki og líkjast ekkert sígarettum né öðrum tækjum sem hafa verið notuð áður við inntöku tóbaks. Oftast er hægt að taka þau tæki í sundur og raða mismunandi pörtum þeirra saman eins og missterkum rafhlöðum eða mismunandi gerðum af tönkum fyrir vökvan sem framleiðir gufuna allt eftir smekk notandans. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með að líkja eftir í útliti bæði vindla og tóbakspípa en þær gerðir hafa ekki notið mikilla vinsælda.

Þeir sem nota rafsígarettur á Íslandi kalla sig oft dampara eða gufara enda reykja þeir ekki, heldur dampa eða gufa, þar sem engin reykur kemur frá rafrettum heldur gufa.

Einingar Sigarettulíkis.
A. ljóstvistur
B. rafhlaða (inniheldur líka rafrásabúnað. )
C. dampari (með hitahaldi))
D. tankhylki (munnstykki)

Sígarettulíki og moddarar[breyta | breyta frumkóða]

Sígarettulíki skiptist í fjóra hluta í grófum dráttum: ljósgjafa, rafhlöðu, dampara og skiptitank (munnstykki). Ljósið gefur til kynna hvort rafhlaðann sé að verða tóm (með því að blikka) og meðan rafhlaðan er virk þá er ljós þann tíma sem notandinn sogar gufuna að sér og minnir þannig á glóð í venjulegri sígarettu. Sígarettulíkin eru oft með endurhlaðanlega rafhlöðu en skiptitankarnir eru oft aðeins einnota. Þó eru til skiptitankar fyrir sígarettulíki sem hægt er að hella í vökva.

Moddarar.

Moddarar (af enska orðinu modifiable = sem hægt er að breyta) (einnig nefndir gufarar) eru oft stærri en sígarettur og eru allavega laginu. Þeir eru til í ýmsum gerðum. Stundum er moddari bara rafhlaða í járnstaut (sambyggt) eða þá járnhólkur sem í er sett ein eða fleiri rafhlöður. Á moddurum er oft hnappar og stafrænn gluggi. Hann sýnir stillimöguleika tækisins. Með hnöppunum stillir notandinn af rafspennu og volt sem hann vill að tækið gefi af sér. Í stafrænum glugga moddara er oft einnig hægt að sjá hvað mikið er eftir af rafhlöðunni og viðnám spólunnar (coil) í tankinum.

Tankar[breyta | breyta frumkóða]

Til eru þrennskonar tankar: Damptankur (atomizer) (notað sem einhverskonar safnheiti), klártankur (clearomizer) og tróðtankur (cartomizer). Í ensku er orðið atomizer einnig haft um það sem nefnt er droptankur.

Damptankur (eða bara tankur) er safnheiti yfir allavega tanka sem hægt er að geyma vökva í. Hann inniheldur vírspólu (coil) sem rauðhitnar við skot. Ofan á honum liggur efni úr kísli (silica) sem dregur í sig vökvan úr tankinum. Þegar skotið er af tækinu (sígarettulíkinu eða moddaranum) hitnar vírspólan og breytir vökvanum í gufu.

Klártankur er einfaldasta gerðin af tönkum. Hann samanstendur oft af glerhylki sem hægt er að endurfylla með vökva. Ofan í hann er skrúfstykkið sem heldur vírspólinni skrúfað. Á enda hans er munnstykki. Oft er hægt að skipta um munnstykki einnig, en það nefnist túða (enska drip tip).

Tróðtankur er líkur klártankinum. Hann samanstendur einnig oft af glerhylki sem hægt er að endurfylla með vökva. En ólíkt klártankinum er í honum tróðvafningur sem liggur niður að vírspólunni. Oft er erfitt að fylla slíka tanka.

Droptankur er tankur sem er oft allur úr málmi. Ef húfan af honum er tekin af blasir oft við tvær eða þrjár festar. Þeir sem nota droptanka búa oft til vírspólur sínar sjálfir, skrúfa við festarnar og mæla viðnám hans í þar til gerðum tækjum. Síðan er lagður bómull eða kíslefni yfir vírspóluna og síðan eru nokkrir dropar af vökvanum látnir drjúpa ofan í efnið sem sýgur það í sig. Húfan síðan fest á og dampað. Droptankar eru erfiðir og kalla á töluverða kunnáttu þar sem viðnámið og geta rafhlöðunnar verður að vera samtillt. En þeir sem skipta oft um vökva velja oft droptanka.

Vökvar[breyta | breyta frumkóða]

Vökvar eru oftast PG og VG eða aðeins annaðtveggja og er innhaldið oftast gefið upp - og þá í prósentum. PG (propylene glycol) er skammstöfun fyrir própýlen glýkól og er öllu vatnskendari en VG. VG stendur fyrir vegetable glycerin sem er jurtaglýserín. Hann er þykkri og er líkari olíu. Vg framleiðir oft meiri gufu en rífur ekki í hálsinn einsog PG. Þeir sem finna til hálsertingar skipta oft yfir í 100% VG-vökva. Vökvar eru með hinum ýmsu bragðefnum og hægt að fá án nikótíns eða í mismunandi styrkleika af nikótíni[1](Allt frá 0-36mg/ml).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

erlendir:

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Refrettuvökvar eru mældir í mg af nikótíni fyrir hvern ml. Sumir framleiðundir nota prósentur en þær fara sjaldan yfir 3,6%.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.