Brimnes við Seyðisfjörð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brimnes við Seyðisfjörð á Austfjörðum er ysti bærinn á norðurströnd Seyðisfjarðar en hjáleigan Sléttunes fór í eyði á 18. öld. Bærinn stóð undir Brimnesfjalli sem rís milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar en brann fyrir 1964.[1] Fyrir utan Brimnes er Sléttanessfjara.

Segir Sigurður Helgason um hana:

Brimnes í Seyðisfirði var 12-hundraða jörð að dýrleika að fornu mati. Það var ein af tilleggs eða stiftisjörðunum, sem séra Eiríkur Sölvason hafði í umboði fyrir hönd Skálholtsbiskups á þessum árum [þ.e. á byrjun 18. aldar]... Jörðin var byggð með tveimur kúgildum, landskuldin, 1-hundr. á landsvísu árlega, lagt til styrktar þjónandi presti Eiðasóknar. Á þessari leigujörð bjó Jón Ketilsson allan sinn langa búskapartíma á Seyðisfirði, en það var fremur fátítt á þessari öld, að menn sætu svo lengi að búi á leigujörðum.[2]

Jón Ketilsson hreppstjóri (1654-1732) lést þegar snjóflóð hljóp á Brimnes um nóttina 25. janúar 1732. Alls dóu 9 manns í snjóflóðinu en 9 komust af. Var þetta eitt mannskæðasta snjóflóð sem vitað er um á Íslandi enda það tók baðstofuna að nóttu til þegar allir voru þar inni sofandi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Austri, 9.11 (1964): 8“. tímarit.is. Sótt 28. júní 2018.
  2. „Sigurður Helgason, Þættir frá norðurfjörðum á Austurlandi (Framhald), Austurland (17.06.1966): 2“. tímarit.is. Sótt 28. júní 2018.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.