Brimlárhöfði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brimlárhöfði (einnig kallað Stöð) er 268 metra hátt fjall á milli Lárvaðals og Grundarfjarðar á Snæfellsnesi. Fjallið og systurfjall þess Kirkjufell, eru nær slitin frá meginfjallgarðinum og verða sem eyjar, þegar fellur að sjór yfir eiði þar á milli. Í Brimlárhöfða leynast steingerðar skeljar og plöntuleifar af gróðri sem þarna spratt upp og dafnaði fyrir meira en miljón árum síðan. Samsvara þessi lög sér í aldri, þekktum hlýsjávarskeljalögum í Búlandshöfða.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.