Brad Pitt
William Bradley Pitt (f. 18. desember 1963) er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur framleitt myndir eins og The Departed (2006) og 12 years a slave (2013).
Pitt fæddist í Shawnee Oklahoma en fluttist síðar til Missouri. Hann á tvö yngri systkini. Hann var alinn upp í íhaldssamri suður-baptisma-kristni en gerðist síðar trúleysingi eða guðleysingi. Pitt fluttist til Los Angeles og spreytti sig í sápuóperum og aukahlutverkum fyrst en síðar kvikmyndum. Fyrsta alvöru hlutverk hans var í myndinni Thelma and Louise og sló hann fyrst í gegn í myndinni Interview with the Vampire.
Hann var giftur leikkonunni Angelinu Jolie frá 2004 til 2016. Saman eiga þau 6 börn. Árið 2016 skildu Jolie og Pitt vegna óyfirstíganlegs ágreinings. Þau hafa rekið hjálparsamtök saman sem aðstoða stríðshrjáð lönd. [1] Pitt hefur áður verið með leikkonunum Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston.
Pitt vann Óskarsverðlaun sem besti karlleikari í aukahlutverki árið 2020 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Once Upon a Time in Hollywood.[2]
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Brad Pitt“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. september, 2016.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]- Thelma & Louise (1991)
- A River Runs Through It (1992)
- Kalifornia (1993)
- True Romance (1993)
- Interview with the Vampire (1994)
- Legends of the Fall (1994)
- Seven (1994)
- 12 Monkeys (1995)
- Sleepers (1996)
- Seven Years in Tibet (1997)
- Meet Joe Black (1998)
- Fight Club (1999)
- Snatch (2000)
- The Mexican (2001)
- Spy Game (2001)
- Ocean's Eleven (2001)
- Troy (2004)
- Ocean's Twelve (2004)
- Mr. & Mrs. Smith (2005)
- Babel (2006)
- The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford (2007)
- Ocean's Thirteen (2007)
- The Curious Case of Benjamin Button (2008)
- Inglourious Basterds (2009)
- Tree of Life (2011)
- Moneyball (2011)
- World War Z (2013)
- 12 Years a Slave (2013)
- Fury (2014)
- The Big Short (2015)
- Allied (2016)
- War Machine (2017)
- Once Upon a Time in Hollywood (2019)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Angelina Jolie sækir um skilnað Rúv. Skoðað 20.september, 2016.
- ↑ Ingunn Lára Kristjánsdóttir (10. febrúar 2020). „Vinningshafar og skemmtileg augnablik á Óskarsverðlaununum“. Fréttablaðið. Sótt 10. febrúar 2020.