Brúnrotta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brúnrotta

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Nagdýr (Rodentia)
Ætt: Músaætt (Muridae)
Undirætt: Murinae
Ættkvísl: Rottur (Rattus)
Tegund:
Brúnrotta

Tvínefni
Rattus norvegicus
(Berkenhout, 1769)
Heimkynni brúnrottna
Heimkynni brúnrottna

Brúnrotta (fræðiheiti: Rattus norvegicus) er meðalstórt nagdýr. Brúnrotta er í kringum 24-30 cm löng og halinn 18-20 cm. Brúnrottur geta verið mismunandi að lit, einkum á bakið, þær geta verið gulgráar, mógráar, mórauðar eða rauðgráar að ofan og á síðum en að neðan eru þær yfirleitt ljósgráar. Aðalmunurinn á brúnrottunni og svartrottunni er að augu og eyru brúnrottunnar eru minni, skottið er ljóst að neðan og einnig er það hlutfallslega styttra. Brúnrottur eru algengar í þéttbýli og fólk getur rekist á þær í kjöllurum, holræsum, geymslum, hafnargörðum og á öskuhaugum.

Brúnrottur eru ekki með góða sjón og forðast dagsljósið, hins vegar eru þær harðgerðar og þola vel kulda og geta jafnvel lifað af langa frostavetur.

Þyngd[breyta | breyta frumkóða]

Kvendýrið verður 110-240 gr og karldýrið 220-380 gr. Fullorðnar rottur þurfa að éta um 10% af líkamsþyngd sinni á dag ef miðað er við þurrt korn og sé fæða þeirra öll þurrmeti þurfa þær að drekka um 25 ml af vatni á dag.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Brúnrottur eru alætur en sækja mjög mikið í kornmeti. Þær eiga til að éta mikið af eggjum og ungum og leggja sig einnig mikið eftir hræjum. Ef rotta sér fæðu sem hún hefur aldrei kynnst áður er hún mjög varkár.

Heimkynni[breyta | breyta frumkóða]

Talið er að brúnrottan eigi uppruna sinn í Austur-Asíu fyrir um 54 milljónum ára og hafi þá aðallega verið skógardýr en síðan breiddist brúnrottur út um Evrópu og Ameríku og eiga í dag heimkynni í öllum heimsálfum fyrir utan Suðurskautslandið.

Mökun[breyta | breyta frumkóða]

Brúnrottur búa margar saman og í hverjum hóp er ráðandi karldýr sem fær forgang að fæðu, vatni og svefnstöðum og ver kvendýrin fyrir hinum karldýrunum. Kvenrottur verða frjóar aðeins 8-12 vikna gamlar og meðgöngutími er á milli 21 og 23 dagar. Rottur geta fjölgað sér allt árið ef aðstæður eru góðar og nóg til af mat.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

http://www.nat.is/Spendyr/nagdyr.htm Geymt 10 nóvember 2014 í Wayback Machine

http://www1.nams.is/landspendyr/animal.php?id=3

http://www.ismennt.is/not/joigutt/Rott.htm Geymt 2 júlí 2007 í Wayback Machine

http://www.iucngisd.org/gisd/species.php?sc=159

http://www.ratbehavior.org/history.htm