Brúngresi
Geranium phaeum | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Geranium phaeum L. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Geranium lividum L'Herit |
Brúngresi (fræðiheiti Geranium phaeum) er fjölært blóm af blágresisættkvísl.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Brúngresi verður 40 til 80 sm hátt, með stórum laufblöðum í breiðri hvirfingu. Þau eru djúpflipótt og skiftast í 7 til 9 flipa sem eru sepóttir og gróftenntir. Oft eru brúnir blettir eða yrjur á efra borði sem mynda hálfhring innan við blaðvikin. Blómin eru nokkur saman og vísa til hliðanna eða lútandi, oftast dökk-brúnrauð til fjólublá, sjaldan hvít.[1]
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Uppruni brúngresis er í Spáni, Ítalíu, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Balkanskaga, Búlgaríu, Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu, Póllandi, Belarus, Rúmeníu og Úkraínu. Nú er það einnig ílent á Bretlandseyjum, Hollandi, Belgíu og Norðurlöndunum.
Ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Brúngresi er auðræktað og harðgert. Þykir frekar sérkennilegt en fallegt. Er til dæmis afbrigðið 'Samobor' ræktað vegna blaðlitar. Önnur afbrigði eru 'Album', 'Joan Baker', 'Lily Lovell' 'Samobor' Strangman, 'Variegatum'.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Phillips, Ellen; Colston Burrell, C. (1993), Rodale's illustrated encyclopedia of perennials, Emmaus, Pa.: Rodale Press, bls. 373–76, ISBN 0875965709
- Flóra Norðurlandanna
- Lystigarður Akureyrar Geymt 1 október 2020 í Wayback Machine