Sýru-basa hvarf
Útlit
(Endurbeint frá Brønstedskilgreining)
Sýru-basa hvarf er heiti efnahvarfa sýru og basa, sem lýsa má með eftirfarandi efnajöfnu:
,
þar sem er misstór efnahópur.
Sýra-basa hvörf samkvæmt skilgreiningu Brönsteds
[breyta | breyta frumkóða]Brønsted skilgreinir sýru þannig að hún gefur frá sér jákvætt hlaðnar vetnisjónir, H+, en basar taka við jákvætt hlöðnum vetnisjónum.
Dæmigert sýru-basa hvarf samkvæmt skilgreiningu Brønsteds er hvarf vetnisklóríðs við ammoníak samkvæmt efnalíkingunni:
- HCl + NH3 → Cl− + NH4+
Í þessu dæmi hefur ammoníakið (NH3) tekið við einni jákvætt hlaðinni vetnisjón af vetnisklóríðinu (HCl) og er því í hlutverki basans og vetnisklóríðið hefur gefið frá sér eina jákvætt hlaðna vetnisjón og er því í hlutverki sýrunnar.