Fara í innihald

Efnajafna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnajafna er aðferð til að lýsa efnahvörfum með táknum og efnaformúlum. Hvarfefnin eru höfð vinstra megin og myndefnin hægra megin. Plústákn er notað á milli ólíkra hvarfefna og myndefna og örvar sýna stefnu efnahvarfsins. Efnaformúlur fyrir efnin geta verið táknrænar formúlur, strikaformúlur eða bæði. Vinstra megin við efnaformúlur efnanna eru efnahlutfallstölur sem sýna hlutfall efnanna miðað við önnur efni í formúlunni.

Sem dæmi þá er efnajafna fyrir efnahvarf saltsýru og natríns þannig:

2HCl + 2Na → 2NaCl + H2

Þessu má lýsa þannig að tvær saltsýrusameindir (HCl) og tvær natrínfrumeindir (Na) mynda tvær formúlueiningar af salti (NaCl) og eina vetnisgassameind (H2)

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.