Fara í innihald

Tungljurt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Botrychium lunaria)
Tungljurt

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Burknar (Pteridophyta)
Flokkur: Psilotopsida
Ættbálkur: Ophioglossales
Ætt: Naðurtunguætt (Ophioglossaceae)
Ættkvísl: Botrychium
Tegund:
Tungljurt

Tvínefni
Botrychium lunaria
(L.) Sw.

Tungljurt eða lásagras (fræðiheiti: Botrychium lunaria) er burkni af naðurtunguætt. Hún vex um alla Evrasíu og frá Alaska til Grænlands sem og á suðurhveli jarðar, svo sem í Suður-Ameríku og Ástralíu.

Tungljurtin ber eitt blað sem skipist í geldan og gróberandi hluta. Neðri hlutinn er geldur og á honum eru hálfmánalaga smáblöð, mjög þéttstæð. Þessi smáblöð eru 0,5 til 1 sm á lengd en 1 til 1,5 sm á breidd. Efri hlutinn er gróberandi og ber 2 til 6 sm langan klasa af gróhirslum. Hún vex í þurrlendi, aðallega í mó- og vallendi.

Þjóðtrú

[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt íslenskri þjóðtrú hét tungljurt áður lásagras og átti hún að geta opnað læsta lása væri hún borin upp að þeim. Einnig var sú trú að ef hestar stigu á tungljurt myndi detta undan þeim skeifa.