Boston Red Sox
Boston Red Sox | |
![]() | |
Deild | East Division, Ameríkudeild, MLB |
---|---|
Stofnað | 1901 |
Saga | Ameríkudeild (1901 –nú)
East Division (1969 –nú) |
Leikvangur | Fenway Park |
Staðsetning | Boston, Massachusetts |
Litir liðs | Rauður, blár og hvítur
|
Eigandi | John Henry, Tom Werner og Larry Lucchino |
Formaður | Ben Cherington |
Þjálfari | John Farrell |
Titlar | 7 World Series titlar |
Heimasíða |
Boston Red Sox er bandarískt hafnaboltalið frá Boston, Massachusetts. Liðið leikur í austurriðli Ameríkudeildar MLB. Fenway Park hefur verið heimavöllur liðsins frá árinu 1912.
Liðið var stofnað árið 1901 sem eitt af átta liðum Ameríkudeildarinnar. Liðið hafði yfirburði í þessari nýstofnuðu deild og varð fyrst liða til að vinna World Series árið 1903. Eftir World Series keppnina árið 1918 var fimmti titillinn í höfn en þá tók við lengsta tímabil sem nokkurt lið í MLB hefur verið án meistaratitils. Endir þessa taptímabils var markaður árið 2004 þegar liðið vann sinn sjötta World Series titil. Sjöundi og nýjasti meistaratitill liðsins var unninn árið 2007.