Boston Red Sox
Boston Red Sox | |
Deild | East Division, Ameríkudeild, MLB |
---|---|
Stofnað | 1901 |
Saga | Ameríkudeild (1901 –nú)
East Division (1969 –nú) |
Leikvangur | Fenway Park |
Staðsetning | Boston, Massachusetts |
Litir liðs | Rauður, blár og hvítur
|
Eigandi | John Henry, Tom Werner og Larry Lucchino |
Formaður | Ben Cherington |
Þjálfari | John Farrell |
Titlar | 7 World Series titlar |
Heimasíða |
Boston Red Sox er bandarískt hafnaboltalið frá Boston, Massachusetts. Liðið leikur í austurriðli Ameríkudeildar MLB. Fenway Park hefur verið heimavöllur liðsins frá árinu 1912.
Liðið var stofnað árið 1901 sem eitt af átta liðum Ameríkudeildarinnar. Liðið hafði yfirburði í þessari nýstofnuðu deild og varð fyrst liða til að vinna World Series árið 1903. Eftir World Series keppnina árið 1918 var fimmti titillinn í höfn en þá tók við lengsta tímabil sem nokkurt lið í MLB hefur verið án meistaratitils. Endir þessa taptímabils var markaður árið 2004 þegar liðið vann sinn sjötta World Series titil. Sjöundi og nýjasti meistaratitill liðsins var unninn árið 2007.
Rígar
[breyta | breyta frumkóða]Rígurinn við New York Yankees
[breyta | breyta frumkóða]Rígur Boston Red Sox við New York Yankees er einn elsti og frægasti rígur í heimi. Rekja má ríginn til margra ástæða, en að nokkru leyti smitast rígurinn á milli borganna New York og Boston yfir í hafnaboltann. Um aldamótin 1900 var Boston talin vera vera mennta- og menningarmiðstöð Bandaríkjanna, á meðan New York þótti vera þröngbýlli, óhreinni og fátækari.
Einnig má rekja ríginn til bölvunar Babe Ruth (e. The Curse of the Bambino). George Herman "Babe" Ruth var leikmaður Red Sox og þótti standa sig nokkuð vel, en árið 1919 seldi eigandi Red Sox hann samt sem áður til Yankees. átti síðan eftir að slá í gegn hjá þar og varð einn besti hafnaboltaleikmaður í sögu íþróttarinnar. Yankees unnu 27 meistaratitla næstu áratugi á meðan Boston Red Sox átti hins vegar ekki eftir að vinna meistaratitil fyrr en 86 árum síðar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Boston Red Sox. (2023, 22. Nóvember). https://en.wikipedia.org/wiki/Boston_Red_Sox
Yankees – Red Sox Rivalry. (2023, 4. Nóvember). https://en.wikipedia.org/wiki/Yankees–Red_Sox_rivalry