Stjörnugægjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnugægir
Uranoscopus sulphureus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Trachiniformes
Ætt: Uranoscopidae
Genera

Astroscopus
Genyagnus
Gnathagnus
Ichthyscopus
Kathetostoma
Pleuroscopus
Selenoscopus
Uranoscopus
Xenocephalus

Stjörnugægjar eru fiskar sem lifa við sjávarbotninn og eru með augun mjög ofarlega á höfðinu og því nefndir svo. Stjörnugægjar eru eitraðir, en eitrið er í broddum sem eru á bakvið tálknlokin og fyrir ofan eyruggana. Þeir geta líka gefið frá sér lamandi rafmagnsstraum. Orðið stjörnugægir beygist eins og gluggagægir. [1]

Stjörnugægjar lifa venjulega grunnt á sandbotni sjávar og hafa stóra og sterka eyrugga, en með þeim og kviðuggunum grafa þeir sig niður í botnsandinn í allt að 50 sm djúpar holur. Það er því erfitt að koma auga á þá. Ef stjörnugægir verður var við kvikindi í námunda við sig þá sendir hann frá sér rafstraumshögg. Stjörnugægjar lifa á smáum fiskum, sem þeir lama þannig með raflostinu og við það fatast bráðinni sundið. Hendist hann þá eins og skot upp úr sandholunni og gleypir bráðina.

Rafgeymar stjörnugægja eru ofan á hausnum, rétt aftan við augun; eru þar 2 holur niður í höfuðbeinið, og eru holur þessar fullar af gráleitu hlaupi. Þarna er aðal-rafstöðin, og hefur hún ekki minna en 4000 straumvaka. Lirfur fisksins eru órafmagnaðar. Myndun rafgeymanna hefst ekki fyrr en seiðin eru orðin um 1 sm. á lengd.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.