Borgarskógrækt
Borgarskógrækt er gróðursetning og umönnun á trjám í borgarlandi.
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Rótgróin tré í görðum sem reynsla er af eru t.d. garðahlynur, ilmbjörk, silfurreynir, ilmreynir og álmur. Minni reynsla er af trjám í göturými og opnari svæðum innan borgarlands. Tré sem standa í hellulögðu eða malbikuðu umhverfi við götur eru við erfiðari aðstæður með takmarkað rótarrými. Alaskaösp hentar þar sem nægt rými er og öflugt rótarkerfi veldur ekki vandræðum. Aspir hafa verið fjarlægðar í Reykjavík þar sem þær henta illa. Barrtré henta misvel og eru sum hver viðkvæm fyrir umhleypingum við sjávarsíðuna. Tegundir eins og gráelri og ýmsar reynitegundir lofa góðu og tilraunir hafa verið gerðar með linditré. Trjátegundir eru misnæmar fyrir mengun og vindi og taka ætti tillit til þeirra þátta í borgarlandi.
Tré í þéttbýli hafa oft verið valin tré ársins hjá Skógræktinni. Að auki velur Skógræktarfélag Reykjavíkur borgartré árlega í samstarfi við Reykjavíkurborg. [1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Borgarskógrækt : skógrækt í Reykjavík (Höfundar Gústaf Jarl Viðarsson ; Helgi Gíslason ; Kristján Bjarnason ; Björn Traustason [óvirkur tengill]
- Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum (höfundar Samson Bjarnar Harðarson og Steinunn Garðarsdóttir)[óvirkur tengill]
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Borgartré - gagnsemi gróðurs í borgum. Heiðmörk.is
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Borgartréð útnefnt á morgun[óvirkur tengill] Skogur.is skoðað 17. maí, 2018