Borgarsandur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Borgarsandur er slétt og allvíðáttumikið sandflæmi, nú gróið að miklu leyti, við botn Skagafjarðar að vestanverðu, frá SauðárkrókiVesturósi Héraðsvatna. Svört sandfjaran er tæpir fjórir kílómetrar á lengd. Þar er göngu- og útivistarsvæði og vinsælt að láta hesta spretta úr spori.

Borgarsandur er kenndur við bæinn Sjávarborg. Hann er nefndur í Landnámabók; þar segir frá því að Kráku-Hreiðar Ófeigsson „kom í Skagafjörð og sigldi upp á Borgarsand til brots“.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  • „Landnámabók. Á vef snerpu.is“.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.