Borgarhreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 18. desember 2007 kl. 06:03 eftir S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. desember 2007 kl. 06:03 eftir S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög) (stubbavinnsla AWB)

Borgarhreppur var hreppur í Mýrasýslu, kenndur við landnámsbæinn og kirkjustaðinn Borg á Mýrum. Afmarkaðist hann af Langá vestan megin en Gljúfurá og Hvítá að austan.

Þorpið Borgarnes var upphaflega í hreppnum, en var gert að sérstökum hreppi árið 1913.

Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Borgarhreppur Borgarbyggð, ásamt Álftaneshreppi og Þverárhlíðarhreppi.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.