Borgarhreppur

Borgarhreppur var hreppur í Mýrasýslu, kenndur við landnámsbæinn og kirkjustaðinn Borg á Mýrum. Afmarkaðist hann af Langá vestan megin en Gljúfurá og Hvítá að austan.
Þorpið Borgarnes var upphaflega í hreppnum, en var gert að sérstökum hreppi árið 1913.
Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Borgarhreppur Borgarbyggð, ásamt Álftaneshreppi og Þverárhlíðarhreppi.
