Fara í innihald

Border collie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Border Collie)
Border collie
Border collie
Border collie
Önnur nöfn
Merkjakoli
Tegund
Fjárhundur
Uppruni
Bretland og Skotland
Ræktunarmarkmið
FCI: Hópur 1, k. 1
AKC: Herding
CKC: Ekkert
KC: Pastoral
UKC: Herding Dog
Notkun
Brúkunarhundur
Lífaldur
12-14 ár
Stærð
Meðalstór (45-55 cm) (15-20 kg)
Tegundin hentar
Virkum, bændum
Aðrar tegundir
Listi yfir hundategundir

Border collie eða merkjakoli er afbrigði af hundi sem hefur verið ræktað sem fjárhundur og á uppruna sinn að rekja til Englands og Skotlands. Þeir eru af mörgum taldir meðal greindustu og duglegustu hunda.

Aldur og uppruni

[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin rekur ættir sínar til Stóra-Bretlands en aldur hans er ekki þekktur að vissu. Bændur í Chevíót- og Galloway ræktuðu hann til að kalla fram bestu smalahæfileika og greind sem völ var á á þeim tíma. Hann komst ekki á skrá hjá Breska hundaræktarsambandinu fyrr en 1976.

Mikil eftirspurn var eftir góðum, hreinræktuðum merkjakolum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þar er mikil sauðfjárrækt stunduð og þurftu bændur góða smalahunda. Þetta átti einnig við Ísland en kolinn vildi blandast íslenskum heimilishundum og misstu einstaklingarnir þannig sérstöðu sína hvað smalagreind varðaði.

Útlit og bygging

[breyta | breyta frumkóða]
Border collie

Rakkar verða um 53 cm en tíkurnar minni. Þeir eru meðalstórir og léttbyggðir, búkurinn langur og spengilegur. Höfuðið er langdregið og eyrun standa að hluta. Algengasti litur Border Collie er svartur og hvítur, en þeir geta verið margskonar á litinn, svosem brúnir og hvítir, bláir og hvítir og yrjóttir (Merle). Þeir eru gjarnan blesóttir með hvítan kraga, sokka og síðóttir.

Sum ræktunarfélög gera engin skilyrði til litar og útlits heldur bara geðslags, smalaeiginleika og heilbrigði. Þannig á merkjakoli að vera heilbrigður og vakandi fram undir 10 ára aldur, jafnvel lengur.

Merkjakoli er mest notaður til að smala sauðfé og nýtist vel til þess arna vegna hraða og snerpu í hreyfingum. Hann sækist eftir því að halda fé í hóp og rekur það gjarnan í átt að húsbónda sínum. Hann hefur einnig sannað sig sem fíkniefnahundur, snjóflóðahundur, rekja spor (tracking) og aðstoðarhundur fyrir til dæmis fatlaða eða hreyfihamlaða.

Merkjakoli nýtist til ýmissa leikja, svo sem flyball, hlýðni og hindrunarkeppni (e. agility).