Fara í innihald

Ð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslenska stafrófið
Aa Áá Bb Dd Ðð Ee
Éé Ff Gg Hh Ii Íí
Jj Kk Ll Mm Nn Oo
Óó Pp Rr Ss Tt Uu
Úú Vv Xx Yy Ýý Þþ
Ææ Öö

Ð eða ð (borið fram ) er 5. bókstafurinn í íslenska stafrófinu. Ekkert orð í íslensku byrjar á bókstafnum ð.

Bókstafurinn Ð er einnig notaður í fornensku, færeysku og elfdælsku. Hann var einnig notaður í Skandinavíu á miðöldum en var skipt út fyrir „dh“ sem seinna var breytt í „d“. Í hástaf þekkist stafurinn á því að vera eins og D með láréttu striki í gegnum miðja línuna vinstra megin. Lástafurinn þekkist á því að vera eins og lítið bogið d með strik á toppnum.

Aðeins ein íslensk hljómsveit hefur notað bókstafinn ð sem fyrsta stafinn í nafninu sínu, það var hljómsveitin Ðe lónlí blú bojs. Í íslensku getur orð aldrei byrjað á ð. Það er vegna þess að bókstafurinn er raddað tannmælt önghljóð sem stendur aldrei fremst í íslensku hljóðkerfi.

Í færeysku tilheyrir hann ekki neinu sérstöku hljóðkerfi, til dæmis þegar ð er fyrir framan stafinn r er það stundum borið fram [ɡ]. Eins og í íslensku er ð á eftir d í færeyska stafróinu.

Tölvukóðun

[breyta | breyta frumkóða]

Í Unicode-staðlinum er stórt ð kallað fram með kóðanum U+00D0 og lítið ð með kóðanum U+00F0. En þessir kóðar eru úr gömlum staðli, sem kallast ISO 8859-1 eða „Latin-1“.

Í Linux er hægt að kalla fram ð með því að ýta á „Compose key“ og síðan á d eða h fyrir lítið ð en fyrir stórt ýtirðu á Compose key og D eða H.

Ef stillt er á U.S. lyklaborðið í Mac OS X er hægt að kalla fram ð með því að halda inni Alt og ýta á d til að fá lítið ð en fyrir stórt ð heldur maður inni shift takkanum og alt og ýtir síðan á d.

Í Microsoft Windows er ð kallað fram með því að halda Alt inni og slá inn 0208 á talnalyklaborðinu en fyrir lítið ð helduru inni Alt og slærð inn 0240. Á US-alþjóðlegum lyklaborðum er hægt að halda inni AltGr og ýta á d til að kalla fram ð.

Málfræðingurinn Rasmus Christian Rask kom ð aftur inn í íslenskt mál.

  • „Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði?“. Vísindavefurinn.
  • Stefán Pálsson,Anton Kaldal Ágústsson ,Gunnar Vilhjálmsson Steinar Ingi Farestveit;Ð ævisaga;Crymogea, Reykjavík, 2012