Fara í innihald

Blaðsíðutal Stephanusar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blaðsíðutal Stephanusar er staðlað blaðsíðutal ritverka Platons sem á rætur sínar að rekja til útgáfu Henricusar Stephanusar (Henri Estienne) frá árinu 1578 og er haft á spássíunni í öllum nútíma útgáfum og þýðingum á verkum Platons.

Útgáfa Stephanusar var í þremur bindum og hafði grískan texta ásamt latneskri þýðingu í dálki við hliðina á gríska textanum. Hverri síðu útgáfunnar var skipt í fimm hluta sem eru auðkenndir með bókstöfunum a, b, c, d og e, þannig að hluti a var efstur á síðunni o.s.frv.

Venjan er að vísa til staða í ritum Platons með þessu kerfi. Til dæmis vísar Samdrykkjan 172a til upphafs Samdrykkjunnar eftir Platon sem er efst á bls. 172 í útgáfu Stephanusar. Þar sem útgáfa Stephanusar er í þremur bindum hafa fleiri en ein samræða sama blaðsíðutalið en ekkert verk er í fleiri en einu bindi í útgáfu Stephanusar og því kemur sama blaðsíðutalið aldrei fyrir oftar en einu sinni innan sama verksins.

Bekker tölur eru sams konar kerfi sem notað er til að vísa til staða í verkum Aristótelesar.

Blaðsíðutal í útgáfu Stephanusar

[breyta | breyta frumkóða]