Blaðsíðutal Stephanusar
Blaðsíðutal Stephanusar er staðlað blaðsíðutal ritverka Platons sem á rætur sínar að rekja til útgáfu Henricusar Stephanusar (Henri Estienne) frá árinu 1578 og er haft á spássíunni í öllum nútíma útgáfum og þýðingum á verkum Platons.
Útgáfa Stephanusar var í þremur bindum og hafði grískan texta ásamt latneskri þýðingu í dálki við hliðina á gríska textanum. Hverri síðu útgáfunnar var skipt í fimm hluta sem eru auðkenndir með bókstöfunum a, b, c, d og e, þannig að hluti a var efstur á síðunni o.s.frv.
Venjan er að vísa til staða í ritum Platons með þessu kerfi. Til dæmis vísar Samdrykkjan 172a til upphafs Samdrykkjunnar eftir Platon sem er efst á bls. 172 í útgáfu Stephanusar. Þar sem útgáfa Stephanusar er í þremur bindum hafa fleiri en ein samræða sama blaðsíðutalið en ekkert verk er í fleiri en einu bindi í útgáfu Stephanusar og því kemur sama blaðsíðutalið aldrei fyrir oftar en einu sinni innan sama verksins.
Bekker tölur eru sams konar kerfi sem notað er til að vísa til staða í verkum Aristótelesar.
Blaðsíðutal í útgáfu Stephanusar
[breyta | breyta frumkóða]1. bindi
[breyta | breyta frumkóða]- (2a-16a) Evþýfron
- (17a-42a) Málsvörn Sókratesar
- (43a-54e) Kríton
- (57a-118a) Fædon
- (121a-131a) Þeages
- (132a-139a) Elskendurnir
- (142a-210d) Þeætetos
- (216a-268b) Fræðarinn
- (271a-307c) Evþýdemos
- (309a-362a) Prótagóras
- (363a-376c) Hippías minni
- (383a-440e) Kratýlos
- (447a-527e) Gorgías
- (530a-542b) Jón
2. bindi
[breyta | breyta frumkóða]- (11a-67b) Fílebos
- (70a-100b) Menon
- (103a-135e) Alkibíades I
- (138a-151c) Alkibíades II
- (153a-176d) Karmídes
- (178a-201c) Lakkes
- (203a-223b) Lýsis
- (225a-232c) Hipparkos
- (234a-249e) Menexenos
- (257a-311c) Stjórnvitringurinn
- (313a-321d) Mínos
- (327a-354c) Ríkið I
- (357a-383c) Ríkið II
- (386a-417b) Ríkið III
- (419a-445e) Ríkið IV
- (449a-480a) Ríkið V
- (484a-511e) Ríkið VI
- (514a-541b) Ríkið VII
- (543a-569c) Ríkið VIII
- (571a-592b) Ríkið IX
- (595a-621d) Ríkið X
- (624a-650b) Lögin I
- (652a-674c) Lögin II
- (676a-702e) Lögin III
- (704a-724b) Lögin IV
- (726a-747e) Lögin V
- (751a-785b) Lögin VI
- (788a-824a) Lögin VII
- (828a-850c) Lögin VIII
- (853a-882c) Lögin IX
- (884a-910d) Lögin X
- (913a-938c) Lögin XI
- (941a-969d) Lögin XII
- (973a-992e) Epinomis
3. bindi
[breyta | breyta frumkóða]- (17a-92c) Tímajos
- (106a-121c) Krítías
- (126a-166c) Parmenídes
- (172a-223d) Samdrykkjan
- (227a-279c) Fædros
- (281a-304e) Hippías meiri
- (309a-310b) Bréf I
- (310b-315a) Bréf II
- (315a-319e) Bréf III
- (320a-321c) Bréf IV
- (321c-322c) Bréf V
- (322c-323d) Bréf VI
- (323d-352a) Bréf VII
- (352b-357d) Bréf VIII
- (357d-358b) Bréf IX
- (358b-358c) Bréf X
- (358d-359c) Bréf XI
- (359c-359e) Bréf XII
- (360a-363e) Bréf XIII
- (364a-372a) Axíokkos
- (372a-375d) Um réttlætið
- (376a-379d) Um dygðina
- (380a-386b) Demodókos
- (387b-391d) Sísýfos
- (392a-406a) Eryxías
- (406a-410e) Kleitofon
- (411a-416a) Skilgreiningar
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Stephanus Pagination“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. nóvember 2005.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Plato and His Dialogues - Útskýring á Stephanusartölunum.