Blaðamannaverðlaun Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blaðamannaverðlaun Íslands eru veitt árlega af Blaðamannafélagi Íslands fyrir framúrskarandi frammistöðu og gott fordæmi í íslenskri fjölmiðlun. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2003 og eru nú í fjórum flokkum:

  • Rannsóknarblaðamennska ársins
  • Besta umfjöllun ársins
  • Viðtal ársins (nýr verðlaunaflokkur frá 2012[1])
  • Blaðamannaverðlaun ársins

Verðlaunahafar og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

2012[2][breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttastofu RÚV, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar.

Einnig tilnefndir:

  • Andri Ólafsson, Stöð 2, fyrir afhjúpandi fréttir af aðkallandi fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins EIR
  • Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir að draga fram óbirtar og gagnrýnar skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhaldskerfi ríkisins og fyrir að varpa, ásamt Helga Seljan ljósi á umdeild atriði varðandi innleiðingu kerfisins.

Umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Sunna Valgerðardóttir, Fréttablaðinu, fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðsjúkra.

Einnig tilnefnd:

  • Egill Ólafsson, mbl.is, fyrir vandaðan, skjótan og alhliða fréttaflutning af illviðri og snjókomu í september 2012, þar sem frá upphafi var dregin fram og skilgreind yfirvofandi ógn fyrir fólk og búfénað.
  • Kristjana Guðbrandsdóttir, DV, fyrir viðamikinn og vandaðan greinaflokk um einhverfu, ýmsar birtingarmyndir hennar og vandamál við greiningu, ekki síst hjá stúlkum.

Viðtal ársins[breyta | breyta frumkóða]

Sigmar Guðmundsson, Kastljósi, fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson sjómann sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst.

Einnig tilnefnd:

  • Anna Brynja Baldursdóttir, Vikunni, fyrir opinskátt viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup sem tjáði sig þar með einlægum hætti um bæði persónuleg mál sín og atriði sem varða embættið.
  • Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir sérstaklega vel skrifað og lifandi mannlífsviðtal við eistneska tónlistarmanninn Valmar Valjots.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun jökulsins.

Einnig tilnefnd:

  • Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfjöllun um fiskveiðar Íslendinga við Afríku og ýmis skrif um viðskipti og uppgjör í kjölfar hrunsins.
  • Una Sighvatsdóttir, mbl.is, fyrir greinaflokkinn Váin á vegunum, þar sem fjallað var um umferðarslys frá mörgum sjónarmiðum með því að tvinna saman ýmsar fjölmiðlagáttir s.s. netið, gagnvirka grafíska framsetningu og myndskeið.

2011[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum.

Einnig tilnefndir:

  • Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir áhrifaríka umfjöllun um læknadóp, útbreiðslu þess og skelfilegar afleiðingar.
  • Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfangsmikinn og ágengan fréttaflutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins.

Umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins m.a. á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar.

Einnig tilnefnd:

  • Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12 ára gömul 2010.
  • Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum, fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja Landakotsskóla.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu, fyrir einstakan fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins“, uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku.

Einnig tilnefnd:

  • Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan og margháttaðan fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum og í landbúnaði, m.a. með ræktun repju til orkuframleiðslu.
  • Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlutskipti kvenna.

2010[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir áleitna og vandaða umfjöllun um kynferðisbrotamál og forystu um skrif á þessu sviði, svo sem um biskupsmálið og önnur meint kynferðisbrot innan kirkju og trúfélaga.

Einnig tilnefndir:

  • Stígur Helgason og Trausti Hafliðason, Fréttablaðinu, fyrir greinargóða og upplýsandi umfjöllun um málefni meðferðarheimilisins Árbótar. Umfjöllunin varpaði nýju ljósi á umdeild vinnubrögð í stjórnmálum og stjórnsýslu.
  • Þorbjörn Þórðarson, Stöð 2, fyrir skilmerkilegan fréttaflutning af viðskipta- og fjármálum sem iðulega sviptu hulunni af framvindu meintra efnahagsbrotamála í aðdraganda og ekki síður eftir hrunið.

Besta umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Fréttastofa RÚV, Fréttastofa Stöðvar 2 og Ritstjórn Morgunblaðsins, fá sameiginlega tilnefningu fyrir umfangsmikla og vandaða en ólíka umfjöllun um eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.

Einnig tilnefnd:

  • Magnús Halldórsson Viðskiptablaðinu, fyrir skýra og umfangsmikla umfjöllun um fjármál sveitarfélaga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
  • Sigríður H. Björnsdóttir og Þóra Arnórsdóttir ásamt fréttamönnum fréttastofu RÚV og Kastljóss, fyrir sérstakan þátt með greinargóðri og viðamikilli umfjöllun um Rannsóknarskýrslu Alþingis daginn sem hún kom út. Dæmi um hröð, vönduð og fumlaus vinnubrögð.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Kristinn Hrafnsson RÚV/WikiLeaks, fyrir framúrskarandi úrvinnslu á myndbandi um þyrluárás í Bagdad sem hann vann ásamt Inga R. Ingasyni. Einnig fyrir störf hans sem fulltrúi WikiLeaks í samstarfi við helstu fjölmiðla heims við að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri.

Einnig tilnefnd:

  • Pétur Blöndal Morgunblaðinu, fyrir fróðlegar og sérstaklega vel skrifaðar greinar um læknavísindi sem gáfu bæði innsýn í aðstæður sjúklings og lækna/heilbrigðisstarfsfólks.
  • Ritstjórn DV fyrir Stjórnlagaþingsvef sinn þar sem lesendum var með nýstárlegum hætti og lifandi framsetningu auðveldað að kynna sér hinn mikla fjölda frambjóðenda.

2009[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Þórður Snær Júlíusson, Viðskiptablaðinu (áður Morgunblaðinu) fyrir upplýsandi fréttir og greinaflokka um aflandsfélög og skattaskjól, einkavæðingu bankanna og umsvifamikil viðskipti stórfyrirtækja.

Einnig tilnefnd:

  • Guðný Helga Herbertsdóttir, Stöð 2, fyrir fjölmargar áhugaverðar fréttir um skattalega meðferð mála í tengslum við fjármálakreppuna og fyrir fjölbreyttar og upplýsandi fréttir um hrunið hér heima og erlendis.
* Ingi F. Vilhjálmsson, DV, fyrir skrif um kúlulán og fjölmargar afhjúpandi fréttir um viðskiptahætti auðmanna og stórfyrirtækja í aðdraganda og eftirmála hrunsins.

Besta umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Lóa Pind Aldísardóttir, Stöð 2, fyrir vandaðar og aðgengilegar fréttaskýringar um flókin mál, sem varða almenning miklu svo sem um fjármál heimilanna og aðild Íslands að ESB.

Einnig tilnefndir:

  • Magnús Halldórsson, Ragnar Axelsson ásamt Ágústi Inga Jónssyni, Morgunblaðinu, fyrir skilmerkilega, myndræna og upplýsandi umfjöllun sem varpaði ljósi á erfitt ástand  á fasteignamarkaði  á Íslandi.
  • Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir skilmerkilegan og ítarlegan fréttaskýringarflokk um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

  • Sigurvegari: Jóhann Hauksson, DV, fyrir leiðandi umfjöllun um fall og myndun ríkisstjórna og fréttaskýringar um mikilvæg þjóðfélagsmál.

Einnig tilnefnd:

  • Gunnar Karlsson, Fréttablaðinu fyrir „Spottið“ og Halldór Baldursson, Morgunblaðinu, fyrir „Halldór“, áhrifamiklar teikningar þar sem brennandi samfélagsmál eru sett í hárbeitt en um leið skoplegt ljós.
  • Þóra Arnórsdóttir, Kastljósi RÚV, fyrir mjög vel undirbúin og útfærð viðtöl við innlenda og erlenda sérfræðinga um ýmis málefni sem hátt bar í þjóðfélagsumræðunni.

2008[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Sigurjón M. Egilsson, Mannlíf og Bylgjan, fyrir vandaðar og ítarlegar greinar um íslenskt efnahagsástand í Mannlífi, þar sem mál voru krufin með ítarlegri hætti en títt er í íslenskum fjölmiðlum. Samhliða stýrði Sigurjón útvarpsþætti á Bylgjunni, þar sem íslensk þjóðmál voru í brennidepli.

Einnig tilnefnd:

  • Atli Már Gylfason og Trausti Hafsteinsson, DV, fyrir ítarlega og afhjúpandi umfjöllun um kynþáttafordóma meðal ungs fólks á Suðurnesjum og margvísleg áhrif þeirra.
  • Brynjólfur Þór Guðmundsson og Erla Hlynsdóttir, DV, fyrir ítarleg og samfelld skrif og greiningu á eftirlaunum ráðamanna og áhrifum eftirlaunafrumvarpsins.

Umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson, Morgunblaðið, fyrir umfjöllun um virkjunarkosti á Íslandi. Þar voru dregnir fram með öflugri samvinnu texta og mynda kostir og gallar hvers virkjunarkosts um sig og málið sett í skipulagt samhengi.

Einnig tilnefndir:

  • Baldur Arnarson, Morgunblaðið, fyrir greinaflokkinn Ný staða í norðri, þar sem farið var yfir þær náttúrufarslegu, efnahagslegu, félagslegu og pólitísku breytingar, sem hlýnun andrúmslofts og breytt staða á norðurslóðum hefur í för með sér.
  • Brjánn Jónasson, Fréttablaðið, fyrir upplýsandi og vel fram sett skrif um framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað var um málið og aðdraganda þess.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, mbl.is, fyrir vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frumlega málefni líðandi stundar og netmiðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun.

Einnig tilnefnd:

  • Jóhann Hauksson, DV, fyrir fréttaskrif og umfjöllun um mikilvæg þjóðfélagsmál sem báru vitni um mikil tengsl, reynslu og skilning, og voru iðulega fyrstu fréttum af málum. Dæmi um slíkt voru skrif Jóhanns um samkomulag íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
  • Sigrún Davíðsdóttir, RÚV - Spegillinn, fyrir pistla þar sem nýjum hliðum á fjölmörgum málum – m.a. í tengslum við bankahrunið og áhrif þess erlendis - var velt upp og þau sett í nýtt og upplýsandi samhengi.

2007[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Tvær af tilnefningunum deildu með sér verðlaununum:

  • Ritstjórn DV, Sigurjón M. Egilsson, Valur Grettisson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigtryggur Ari Jóhannsson, Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson, Jakobína Davíðsdóttir og Kristján Hrafn Guðmundsson, fyrir umfjöllun sína um meðferð barna og unglinga í Breiðavík og á öðrum vistheimilum ríkisins.
  • Þóra Tómasdóttir og Sigmar Guðmundsson, Sjónvarpinu, fyrir umfjöllun sína í Kastljósi um meðferð og örlög drengja sem vistaðir voru á uppeldisheimilinu í Breiðavík.

Einnig tilnefndur:

  • Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir víðtæk fréttaskrif og góða eftirfylgd um sjóöryggi á siglingaleiðum við Suður- og Suðvesturland.

Umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafnsson, Stöð 2, fyrir umfjöllun í Kompási um byssur á svörtum markaði á Íslandi, um ástandið í Írak og um heilablóðfall.

Einnig tilnefnd:

  • Baldur Arnarson, Morgunblaðinu, fyrir fræðandi og áhrifaríka röð frétta og fréttaskýringa um svifryk, áhrif svifryksmengunar og hvað sé helst til ráða til að sporna við henni.
  • Kristín Sigurðardóttir, Fréttastofu Útvarpsins, fyrir röð frétta um gjaldtöku bankanna vegna svokallaðs “fit- kostnaðar”, sem hafði mikil áhrif í þjóðfélaginu.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Kristján Már Unnarsson, Stöð 2, fyrir upplýsandi fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni þar sem hann á látlausan en áhrifaríkan hátt varpaði ljósi á ýmsar þær þjóðfélagsbreytingar sem eru að verða á íslensku samfélagi.

Einnig tilnefnd:

  • Pétur Blöndal, Morgunblaðinu, fyrir fréttaskýringu og umfjöllun um eitt stærsta fréttamál ársins, sem var REI - málið og ýmsar pólitískar hliðar þess.
  • Óli Kristján Ármannsson, Fréttablaðinu, fyrir aðgengileg og upplýsandi skrif um efnahagsmál og viðskipti.

2006[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kompási, fyrir nýstárlega, hugmyndaríka og afhjúpandi umfjöllun um bæði málefni barnaníðinga og um málefni Byrgisins.

Einnig tilnefnd:

  • Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Blaðinu, fyrir uppljóstrandi fréttaröð um margfaldan verðmun á samheitalyfjum á Íslandi annars vegar og Danmörku hins vegar.
  • Henry Birgir Gunnarsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaskrif og eftirfylgd þar sem upplýst er um mikinn mun á launum og kjörum karla og kvenna í A-landsliðum Íslands í knattspyrnu.

Umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Auðunn Arnórsson, Fréttablaðinu, fyrir ítarlega, aðgengilega og vandaða umfjöllun um Evrópumál í greinaflokknum “Ísland og Evrópusambandið.”

Einnig tilnefndar:

  • Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Kastljósi, fyrir tímabæra, upplýsandi og notendavæna greiningu á hugtökum og staðreyndum úr orðræðu stjórnmálamanna um skattkerfið og þróun þess.
  • Sigríður Víðis Jónsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir vandaða og viðamikla umfjöllun um úrræði í skólakerfinu fyrir börn með hegðunarfrávik og geðraskanir í greinaflokknum “Verkefni eða vandamál?”

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Davíð Logi Sigurðsson, Morgunblaðinu, fyrir skrif um alþjóðamál, þar á meðal skrif um Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu og Íslensku friðargæsluna.

Einnig tilnefnd:

  • Halldór Baldursson, Blaðinu og Viðskiptablaðinu, fyrir skop- og ádeiluteikningar sínar og túlkun á fréttnæmum íslenskum þjóðfélagsviðburðum.
  • Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðinu, fyrir fjölbreytileg og áhugaverð mannlífsviðtöl og menningarskrif sem dreifast yfir allt árið 2006.

2005[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir úttekt á einkavæðingu ríkisbankanna og umtöluð fréttaskrif um aðkomu áhrifamanna í aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs.

Einnig tilnefnd:

  • Anna G. Ólafsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir upplýsandi greinaflokk um fátækt og bresti í íslensku velferðarsamfélagi.
  • Jóhannes Kr. Kristjánsson, NFS, fyrir afhjúpandi umfjöllun í fréttaþættinum Kompási um sívaxandi hlut „læknadóps“ á fíkniefnamarkaði.

Umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fyrir ítarlega og greinargóða umfjöllun um rekstur og starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss í kjölfar sameiningar.

Einnig tilnefnd:

  • Auðunn Arnórsson, Jóhann Hauksson og Svanborg Sigmarsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um ýmsar hliðar stjórnarskrármálsins undir heitinu „Stjórnarskrá Íslands endurskoðuð“.
  • Sigmar Guðmundsson, Kastljósinu, RÚV, fyrir að fylgja eftir á vandaðan hátt uppljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi sem fram komu í bók um Thelmu Ásdísardóttur.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Gerður Kristný Guðjónsdóttir blaðamaður fyrir óhefðbundna blaðamennsku og ítarlegar rannsóknir við skrif á sögu Thelmu Ásdísardóttur „Myndin af pabba“.

Einnig tilnefndir:

  • Davíð Logi Sigurðsson, Morgunblaðinu, fyrir vönduð skrif um Afganistan, alþjóðasamstarf og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.
  • Jón Björgvinsson, fréttaritari Útvarpsins, fyrir lifandi fréttaflutning af vettvangi heimsviðburða á hamfarasvæðum vítt og breitt um heiminn.

2004[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Kristinn Hrafnsson, DV. Fyrir upplýsandi fréttir af örlögum íslensks drengs, Arons Pálma Ágústssonar, í fangelsi í Texas.

Einnig tilnefndir:

  • Ómar Þ. Ragnarsson, RÚV - Fréttastofu sjónvarps. Fyrir að draga fram ný og óvænt sjónarhorn um umhverfisáhrif stórvirkjunar við Kárahnjúka.
  • Páll Benediktsson, RÚV – Í brennidepli. Fyrir umfjöllun um samfélag dósasafnara í Reykjavík.

Umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Bergljót Baldursdóttir, RÚV - Fréttastofu útvarpsins, Morgunvaktinni. Fyrir ítarlega og fróðlega úttekt á stöðu og velferð aldraðra.

Einnig tilnefndir:

  • Davíð Logi Sigurðsson, Morgunblaðinu. Fyrir skrif sín af vettvangi stríðsátaka í Írak og innsýn í daglegt líf fólksins þar.
  • Þórhallur Jósepsson, RÚV - Fréttastofu útvarpsins. Fyrir umfjöllun um Impregilo og starfsmannamál þess við Kárahnjúka.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Árni Þórarinsson, Morgunblaðinu. Fyrir ítarlega og greinargóða fréttaskýringu um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar í aðdraganda forsetakosninganna sl. sumar.

Einnig tilnefnd:

  • Gunnar Hersveinn, Morgunblaðinu/19. júní. Fyrir athyglisverð skrif um mannlíf á sviði jafnréttis-, uppeldis- og menntamála.
  • Sigríður D. Auðunsdóttir, Fréttablaðinu. Fyrir vandaðar og ítarlegar úttektir sem settar eru fram á myndrænan og skýran hátt.

2003[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknarblaðamennska ársins[breyta | breyta frumkóða]

Brynhildur Ólafsdóttir, Stöð 2, fyrir öfluga umfjöllun um varnarmál og boðaða brottför hersins.

Einnig tilnefnd:

  • Guðrún Helga Sigurðardóttir, Frjáls verslun, fyrir kortlagningu á viðskiptaveldi Gaums, sem sett var fram á myndrænan og skýran hátt.
  • Þórhallur Gunnarsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun sína í Íslandi í bítið um kynlífsmarkaðinn hér á landi þar sem m.a. var flett ofan af ólöglegu vændi í bílskúr í Hafnarfirði.

Umfjöllun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Reynir Traustason, Fréttablaðinu, fyrir frumkvæði og heildstæða umfjöllun um rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna.

Einnig tilnefnd:

  • Agnes Bragadóttir og Ómar Friðriksson, Morgunblaðinu, fyrir ítarlega umfjöllun um skattamál Jóns Ólafssonar.
  • Unnur Hrefna Jóhannsdóttir, Mannlífi, fyrir upplýsandi úttekt þar sem ljósi er varpað á þann grimma veruleika, sem HIV smitaðir einstaklingar á Íslandi búa við.

Blaðamannaverðlaun ársins[breyta | breyta frumkóða]

Agnes Bragadóttir, Morgunblaðinu, fyrir afhjúpandi greinaflokk sinn Baráttan um Íslandsbanka og hennar hlut í umfjöllun blaðsins um skattamál Jóns Ólafssonar.

Einnig tilnefndir:

  • Björn Jóhann Björnsson, Morgunblaðinu, fyrir hlutlæg og umfangsmikil skrif um stóriðju og virkjanamál á tilfinningaþrungnum umbrotatímum.
  • Reynir Traustason, Fréttablaðinu, fyrir beitt fréttaskrif og forystu í fréttaumfjöllun um samráð olíufélaganna og rannsókn Samkeppnisstofnunar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Blaðamannafélag Íslands. „Viðtal ársins - nýr verðlaunaflokkur“.
  2. Rax fékk blaðamannaverðlaun ársins“, mbl.is.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]