Fara í innihald

Kristinn Hrafnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristinn Hrafnsson
Kristinn Hrafnsson flytur erindi í Brisbane í Ástralíu árið 2011.
Fæddur25. júní 1962 (1962-06-25) (62 ára)
ÞjóðerniÍslenskur
StörfBlaðamaður

Kristinn Hrafnsson (f. 25. júní 1962) er íslenskur rannsóknarblaðamaður og núverandi ritstjóri WikiLeaks.[1] Hann var talsmaður WikiLeaks frá 2010 til 2017.[2]

Kristinn hefur unnið hjá ýmsum íslenskum fréttablöðum og var meðal annars kynnir sjónvarpsþáttarins Kompás á Stöð 2, þar sem hann afhjúpaði glæpi og spillingu á æðstu stöðum ásamt teymi sínu. Í febrúar árið 2009 var sýningu þáttanna hætt og Kristinn var rekinn ásamt teyminu í miðri rannsókn á tengslum Kaupþings við auðjöfrana Robert og Vincent Tchenguiz.[3]

Stuttu síðar fékk Kristinn vinnu hjá Ríkisútvarpinu. Í ágúst árið 2009 setti sýslumaðurinn í Reykjavík lögbann á umfjöllun Kristins um lánabók Kaupþings, sem hafði þá nýlega verið birt í heild sinni á vefsíðu WikiLeaks.[4] Lögbanninu var síðar aflétt.[5]

Kristinn lauk störfum hjá RÚV í júlí árið 2010 þar sem samningur hans var ekki endurnýjaður.[6] Kristinn hóf samstarf með WikiLeaks í byrjun ársins 2010 og gerðist talsmaður samtakanna eftir að stofnandi þeirra, Julian Assange, komst í kast við lögin. Hann kallaði atlögu MasterCard, Visa og annarra fyrirtækja að WikiLeaks í desember 2010 „einkavæðingu ritskoðunar“.[7] Sem talsmaður WikiLeaks skrifaði hann grein sem birt var á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins þar sem hann varði WikiLeaks gegn því sem hann kallaði „ófrægingarherferð“ sænska dægurtímaritsins Expressen.[8]

Kristinn hefur þrisvar hlotið blaðamannaverðlaun ársins, árin 2004, 2007 og 2010, frá Blaðamannafélagi Íslands.[9]

Í byrjun ársins 2017 tilkynnti Kristinn að hann væri ekki lengur talsmaður WikiLeaks.[10][11] Þann 26. september 2018 var tilkynnt að Kristinn hefði verið skipaður ritstjóri WikiLeaks af Julian Assange eftir að Assange var meinað um internetaðgang um langa hríð fyrr á árinu. WikiLeaks tók fram að Assange yrði áfram útgefandi miðilsins.[12]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 'Wikieaks takes swipe at the famously secret Vatican'. The Washington Post. 18 Jan 2019.
  2. Andy Greenberg (7. desember 2010). „Meet The New Public Face Of WikiLeaks: Kristinn Hrafnsson“. Forbes. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 apríl 2020. Sótt 17. janúar 2011.
  3. Victor-M Amela; Ima Sanchiz; Lluis Amiguet (17. júní 2011). 'Vivimos asediados por la Administración de EE.UU.'. La Vanguardia (spænska). Barselóna. Sótt 19. desember 2019.
  4. Hafsteinn Gunnar Hauksson (1. ágúst 2009). „Kaupþing fékk lögbann á umfjöllun RÚV“. Vísir. Reykjavík. Sótt 19. desember 2019.
  5. Jón Hákon Halldórsson (4. ágúst 2009). „Lögbanni aflétt af fréttaflutningi RÚV“. Vísir. Reykjavík. Sótt 19. desember 2019.
  6. „Kristinn Hrafnsson rekinn af Ríkisútvarpinu“. Pressan. Reykjavík. 27. júlí 2010. Sótt 19. desember 2019.
  7. „WikiLeaks Rep in Iceland Requests Government Support“. Iceland Review. 13. desember 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 29 mars 2012. Sótt 17. janúar 2011.
  8. „Wikileaks: Vi tänker inte smutskasta Sverige“ [WikiLeaks: We do not intend to denigrate Sweden]. Debatt (sænska). 5. mars 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní 2012. Sótt 6. september 2013.
  9. „WikiLeaks spokesman wins Journalist of the Year in Iceland“. The Times. Valletta, Malta. AFP. 4. mars 2011. Sótt 6. september 2013.
  10. Lang, Jeffrey. „Wikileaks loses spokesman leaving Julian Assange alone facing eviction“. 1 Mar 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 Aug 2017. Sótt 27 Sep 2018.
  11. Former Wikileaks Spokesperson On Manning Sentence Commute: "Victory For Justice"
  12. Bridge, Mark (27. september 2018). „Loss of internet forces Assange to step down from Wikileaks editor role“. The Times. Sótt 11. apríl 2019.