Fara í innihald

Blóðregn (veðurfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðlitað regnvatn safnað í Kerala á Indlandi haustið 2001.

Blóðregn er rauðleit rigning. Sennilegasta skýringin á blóðregni er sú, að það séu rauðir þörungar sem valda rauða lit rigningarinnar. Miklar og þéttar torfur geta stundum verið í sjónum af slíkum örsmáum rauðum þörungum. Sennilega sogar skýstrokkur upp í sig þessum þörungum og svo fellur rautt regn, blóðregn.

Minnst er á blóðregn í Eyrbyggja sögu, en þar segir:

En er mjög leið að nóni kom skýflóki svartur á himininn norður yfir Skor og dró skjótt yfir himin og þangað beint yfir bæinn. Þóttust menn sjá að regn mundi í skýinu. Þóroddur bað menn raka upp heyið en Þórgunna rifjaði þá sem óðast sitt hey. Tók hún eigi að raka upp þótt það væri mælt. Skýflókann dró skjótt yfir. Og er hann kom yfir bæinn að Fróðá fylgdi honum myrkur svo mikið að menn sáu eigi úr túninu á brott og varla handa sinna skil. Úr skýinu kom svo mikið regn að heyið varð allt vott það er flatt lá. Flókann dró og skjótt af og lýsti veðrið. Sáu menn að blóði hafði rignt í skúrinni. Um kveldið gerði þerri góðan og þornaði blóðið skjótt á heyinu öllu öðru en því er Þórgunna þurrkaði. Það þornaði eigi og aldrei þornaði hrífan er hún hafði haldið á. Þóroddur spurði hvað Þórgunna ætlar að undur þetta muni benda. Hún kvaðst eigi það vita "en það þykir mér líklegast," segir hún, "að þetta muni furða nokkurs þess manns er hér er."
  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.