Blóðregn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bókarkápa Blóðregns

Blóðregn er íslensk teiknimyndasaga eftir Emblu Ýr Bárudóttur og Ingólf Örn Björgvinsson, byggð á lokaþætti Brennu-Njáls sögu. Bókin fjallar um hefnd Kára Sölmundarsonar á brennumönnum. Kári þarf ekki aðeins að eiga við öfluga andstæðinga og horfast í augu við ýmsar hættur á leiðinni heldur einnig að heyja innri baráttu þar sem gömul heiðin gildi takast á við hina nýju kristnu trú. Bókin er 60 blaðsíður að lengd og var gefin út 2003 af Máli og menningu. Bókin hlaut Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur vorið 2004.

Helstu persónur[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.