Ingólfur Örn Björgvinsson
Útlit
Ingólfur Örn Björgvinsson er fæddur 1964 og lauk lokaprófi úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992. Síðan þá hefur hann starfað sem myndskreytir og hönnuður á auglýsingastofum. Fyrsta bók hans var teiknimyndasagan Blóðregn (2003). Fyrir hana hlaut hann ásamt meðhöfundi sínum, Emblu Ýr Bárudóttur, Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur vorið 2004.