Fara í innihald

Blóðbaðið í Linköping

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gustaf Axelsson Banér kveður fjölskyldu sína áður en hann er hálshöggvinn árið 1600. Málverk eftir Fanny Brate.

Blóðbaðið í Linköping var aftaka sem fór fram á skírdegi, þann 20. mars árið 1600, í Linköping í Svíþjóð. Þar voru fimm aðalsmenn líflátnir en þeir voru handsamaðir í orrustunni við Stångebro, árið 1598. Mennirnir voru afhöfðaðir vegna ásakana um föðurlandssvik. Fram til ársins 1936 var talið að aftakan hefði átt sér stað á Järntorget rétt fyrir utan Linköpingkastala, en nú er talið að hún hafi farið fram á torginu Stora torget sem er 300 metra þaðan.

  Þessi Svíþjóðargrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.