Fara í innihald

Bjartmáfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bjartmáfur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Máfar (Laridae)
Ættkvísl: Larus
Tegund:
L. glaucoides

Tvínefni
Larus glaucoides
Meyer, 1822, Grænland
Undirtegundir

Larus glaucoides glaucoides Meyer,1822 Larus glaucoides kumlieni Brewster, 1883

Larus glaucoides

Bjartmáfur (fræðiheiti: Larus glaucoides) er stór máfategund sem verpir á heimskautasvæðum Kanada og Grænlands en ekki á Íslandi, þar hefur fuglinn vetrarsetu. Bjartmáfur er farfugl sem dvelur að vetrarlagi við strendur Norður-Atlantshafsins allt suður til Bretlandseyja og til nyrstu ríkja á austurströnd Bandaríkjanna og einnig inn í landi alveg að Vötnunum miklu. Bjartmáfur er mun sjaldgæfari í Evrópu en hvítmáfur (glaucous gull). Fullorðnir fuglar eru fölgráir að ofan með gulgrænan gogg en ungir fuglar eru mjög fölgráir. Það tekur þá um fjögur ár að verða fullvaxnir.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.