Gunnar Felixson
Útlit
Gunnar Felixson (fæddur 14. mars 1940) er íslenskur fyrrverandi fótboltamaður. Hann var meðlimur í landsliði Íslands í fótbolta á árunum 1961 til 1966 þar sem hann spilaði 7 leiki og skoraði 2 mörk. Hann spilaði fyrir Knattspyrnufélag Reykjavíkur frá 1959 til 1970 og varð með þeim fjórum sinnum Íslandsmeistari og sex sinnum bikarmeistari. Hann tók þátt í fyrstu Evrópuleikjum KR og varð fyrsti íslenski leikmaðurinn til að skora mark í slíkri keppni er hann skoraði mark gegn Liverpool á Evrópukeppninni 1964-65.[1][2][3]
Bræður Gunnars, þeir Hörður Felixson og Bjarni Felixson, spiluðu báðir með honum í KR og með íslenska landsliðinu. Árið 1963 lék bræðurnir þrír saman fyrir Ísland í tveimur leikjum gegn Englandi.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fimmtugsafmæli Gunnars Felixsonar“. Dagblaðið Vísir. 19. mars 1990. bls. 33. Sótt 21. september 2023 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Steinþór Guðbjartsson (1. desember 2022). „Stjarna KR skín skært“. Morgunblaðið. Sótt 21. september 2023.
- ↑ „Gunnar varð fyrstur til að skora mark hjá "Rauða hernum"“. Tíminn. 22. júlí 1979. bls. 7. Sótt 21. september 2023 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Magnús Orri Schram (23. febrúar 1997). „Tek einn leik fyrir í einu“. Morgunblaðið. bls. B8–B9. Sótt 25. apríl 2021 – gegnum Tímarit.is.