Björg Caritas Þorláksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Björg Caritas Þorláksson (fædd 30. janúar 1874 í Vesturhópshólum í Húnaþingi, dó 25. febrúar 1934 í Kaupmannahöfn), var fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsnámi. 17. júní 1926 varði hún doktorsritgerð sína í sálfræði við Sorbonne-háskóla og hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu sama ár. Björg giftist Sigfúsi Blöndal árið 1903 og tók þá nafnið Blöndal en eftir að þau Sigfús skildu 1923 tók hún upp nafnið Björg C. Þorláksson. Björg birti fjölda þýðinga á ýmsum greinum í tímaritum á borð við Skírni. Ásamt Sigfúsi manni sínum vann hún að gerð dansk-íslenskrar orðabókar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Rit eftir Björgu C. Þorláksson[breyta | breyta frumkóða]