Fara í innihald

Bersi Skáld-Torfuson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bersi Skáld-Torfuson (d. 1030) var íslenskt skáld úr Miðfirði. Hann fæddist á bæ sem hét Torfustaðir og var kenndur við móður hans, Skáld-Torfu. Frá honum segir í Ólafs sögu helga og Grettis sögu.

Bersi gekk í þjónustu Sveins jarls Hákonarsonar og var hirðskáld hans. Eftir Nesjaorustu, sem fram fór 25. mars 1016, komst hann á vald Ólafs konungs Haraldssonar (Ólafs digra) og varð hirðskáld hans. Hjá Ólafi komst hann í kynni við Sighvat Þórðarson skáld og gekk síðar með honum til Rómabogar árið 1030. Um haustið á leiðinni heim hittu þeir norræna menn í Mundíufjöllum sem sögðu þeim lát Ólafs að Stiklastöðum um sumarið. Þá sneri Bersi við og gekk aftur til Rómaborgar, og segir sagan að þegar hann kom þangað aftur, hafi hann gengið inn í Péturskirkjuna og sprungið þar af harmi, og sé hann grafinn að þeirri kirkju.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]