Bergljót Arnalds

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bergljót Arnalds (fædd 15. október 1968 í Reykjavík) er rithöfundur og leikkona sem er best þekkt fyrir barnabækur sínar, Stafakarlana og Talnapúkann. Bergljót var umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins 2001 nótt sem var barnatími sýndur á Skjá Einum frá 1999 til 2001.

Bergljót hlaut viðurkenningu Menningarsjóðs SPRON (1998) og AUÐAR-verðlaunin (2000) fyrir verk sín.

Bergljót hefur leikið ýmis hlutverk bæði á sviði og í kvikmyndum. Meðal annars lék hún Dolly í Djöflaeyjunni, Lucy í Dracula og Stellu í Sporvagninn Girnd. Bergljót hefur einnig talsett ýmsar teiknimyndir.

Útgefið Efni[breyta | breyta frumkóða]

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

Margmiðlunardiskar[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.